Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Í kvöld verður kosið um hið nýja Ísland!
Miðvikudagur 13. apríl 2011 kl. 17:00

Í kvöld verður kosið um hið nýja Ísland!

- Ályktun frá Sjálfstæðisfélögunum í Reykjanesbæ

Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ lýsir yfir stuðningi við formann flokksins og þingmenn hans í baráttunni við hina vanhæfu ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Um þann skaða sem ríkistjórnin hefur unnið á efnahagslífi landsins þarf ekki að fjölyrða. Nægir þar að nefna að enn er lofað sama hagvextinum og hún hefur barist gegn frá því á vormánuðum ársins 2009. Hagvöxtur verður ekki til nema í formi raunverulegra verkefna. Önnur orð fyrir hagvöxt eru því álver og kísilver í Helguvík, gagnaver og heilsuferðamennska á Ásbrú. Það þýðir lítið að vísa til þeirra í fínum skýrslum frá Seðlabankanum eða Danske bank ef ekki stendur til að láta þau verða að veruleika.


Í kjölfar búsáhaldabyltingar og rannsóknarskýrslu hafa komið fram kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð á Alþingi. Aldrei áður í sögu lýðveldisins hefur þó komið til greina að Alþingi sem tapað hefur fyrir sínum eigin umbjóðendum í þjóðaratkvæðagreiðslu, þvingaðri fram af forseta landsins, sitji áfram. Fyrir þingmenn sem taka þjóðarhag umfram sinn eigin nægir þessi staðreynd ein til þess að þeir vilji sækja sér nýtt umboð. Ríkisstjórn, sem hefur í tvígang tapað slíkri kosningu og kýs að sitja áfram, brýtur gegn lýðræðislegum skyldum sínum til þess að axla ábyrgð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Í þeirri atkvæðagreiðslu sem fram fer í kvöld hafa allir þingmenn, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, tækifæri til þess að sýna í eitt skipti fyrir öll að nýir tímar séu runnir upp á alþingi Íslendinga.


Stjórn Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ