Hvernig gerum við Reykjanesbæ lýðræðislegri?
Samfylkingin og óháðir nýta marsmánuð til málefnavinnu fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar og allir bæjarbúar eru velkomnir til að leggja hönd á plóg. Á hverjum laugardagsmorgni hittast þeir sem vilja breyta bænum til góðs yfir kaffi og með því í salnum okkar að Víkurbraut 13 við Keflavíkurhöfn milli kl. 10.30-12.00 og vinna hugmyndavinnu og leggja línur.
Á laugardaginn síðasta fóru bæjarfulltrúarnir Friðjón og Eysteinn yfir fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar og svöruðu spurningum. Innlegg þeirra má sjá hér http://www.slideshare.net/eysteinne/allt-sem og á facebooksíðu okkar https://www.facebook.com/xsreykjanesbaer
Næsta laugardag ætlum við að skoða hvernig við getum gert bæinn okkar lýræðislegri. Eysteinn fer stuttlega yfir stöðuna í dag í byrjun fundar og greinir hvaða tækifæri liggja í henni. Síðan leitumst við að svara saman mikilvægum spurningum eins og: Hvernig getum við aukið og auðveldað aðgengi íbúa að upplýsingum? Hvernig getum við gert rekstur bæjarins gagnsærri? Hvernig tryggjum við aukið íbúalýðræði? Hvernig tryggjum rétt bæjarbúa til þess að taka ákvarðanir milliliðalaust um stórmál?
Vaxandi áhugi er á að bæta bæinn okkar og breyta áherslum. Málefnavinnan hjá Samfylkingunni og óháðum er öllum opin. Vertu velkomin(n) í laugardagskaffi hjá okkur. Hafðu áhrif!
Samfylkingin og óháðir