Hver ber ábyrgðina á eiturefnahaugum Varnarliðsins á Stafnesi?
Hver ber ábyrgðina á eiturefnahaugum Varnarliðsins á Stafnesi? Það vísa allir hver á annan þegar spurt er. Ótrúlegt en satt; Umhverfisráðuneytið ber enga ábyrgð, flestir forráðamenn bera fyrir sig heilbrigðiseftirlitinu. Heilbrigðiseftirlitið segir haugana innan varnarsvæðis, og geti þeir ekkert gert. Samt segir heilbrigðisfulltrúinn að hann sé að vinna að því að gefa urðunarstaðnum starfsleyfi. Skrýtin vinnubrögð það.Svo segir framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvarinnar að færa eigi mörkin þannig að haugarnir verði fyrir utan varnarsvæðið og passar það við það sem stendur í matsáætlun Sorpeyðingarstöðvarinnar.
Í grein Hjálmars Árnasonar þingmanns segir hann að Varnarliðið vilji ekki fá á sig skaðabótakröfu. Og dettur mér þá í hug að þeir ætli að skila þeim hluta varnarsvæðis sem haugarnir eru á og losa sig þannig undan ábyrgð á óþverranum. Væntanlega til Sandgerðisbæjar! Það eru þá skemmtileg úrlausnarefni fyrir bæjarstjórnir Sandgerðis á komandi árum og áratugum sem bíða, eða hitt þá heldur. Því allir vita að þessi eiturefni eyðileggja langt út frá sér um alla framtíð. Það er með ólíkindum það kjarkleysi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að hafa ekki manndóm í sér til að setja miða á ólöglega eiturefnahauga varnarliðsins sem á stendur fjarlægist ella fjarlægt á kostnað eigenda, eins og á drasl hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Og gæti maður farið að halda að Heilbrigðiseftirlitið væri að einhverju leiti á launum hjá Varnarliðinu. Það er erfitt að trúa að forráðamenn á Suðurnesjum og þjóðarinnar skríði svona fyrir Varnarliðinu.
Það er krafa okkar hér í Stafneshverfi að Varnarliðið fari með öll sín eiturefni úr landi. Það á að vera skýlaus krafa allra Íslendinga.
Arnbjörn Eiríksson
Nýlendu Stafneshverfi
Í grein Hjálmars Árnasonar þingmanns segir hann að Varnarliðið vilji ekki fá á sig skaðabótakröfu. Og dettur mér þá í hug að þeir ætli að skila þeim hluta varnarsvæðis sem haugarnir eru á og losa sig þannig undan ábyrgð á óþverranum. Væntanlega til Sandgerðisbæjar! Það eru þá skemmtileg úrlausnarefni fyrir bæjarstjórnir Sandgerðis á komandi árum og áratugum sem bíða, eða hitt þá heldur. Því allir vita að þessi eiturefni eyðileggja langt út frá sér um alla framtíð. Það er með ólíkindum það kjarkleysi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja að hafa ekki manndóm í sér til að setja miða á ólöglega eiturefnahauga varnarliðsins sem á stendur fjarlægist ella fjarlægt á kostnað eigenda, eins og á drasl hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Og gæti maður farið að halda að Heilbrigðiseftirlitið væri að einhverju leiti á launum hjá Varnarliðinu. Það er erfitt að trúa að forráðamenn á Suðurnesjum og þjóðarinnar skríði svona fyrir Varnarliðinu.
Það er krafa okkar hér í Stafneshverfi að Varnarliðið fari með öll sín eiturefni úr landi. Það á að vera skýlaus krafa allra Íslendinga.
Arnbjörn Eiríksson
Nýlendu Stafneshverfi