Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

  • Hvar eru rangfærslurnar, Stefán?
    Frá fyrstu skóflustungu að kísilverinu í Helguvík.
  • Hvar eru rangfærslurnar, Stefán?
Miðvikudagur 15. apríl 2015 kl. 13:22

Hvar eru rangfærslurnar, Stefán?

Hannes Friðriksson skrifar.

Hver litur sínum augum silfrið, datt mér í hug þegar ég las grein Stefáns Árna Stefánssonar um meintar rangfærslur mínar úr skýrslu skipulagsstofnunar og býður mér upp í óvæntan dans um merkingu orða. Hver tilgangur þess dans á að verða er mér ekki alveg skiljanlegur með tilliti til innihalds skýrslunnar og áhrif þess á heilsufar íbúa verði af byggingu Kísilvers Thorsil. 

Nú er oft ágætt að lesa það sem skrifað er áður en menn byrja að brigsla hvejum öðrum um rangfærslur (lygar) og ónákvæmar tilvísanir í skýrslur. Það myndu margir kalla hina bestu mannasiði og sanngjarnt. Fyrir það fyrsta þá er hvergi vitnað beint í skýrslu Skipulagsstofnunar í grein minni, enda ef það væri gert væri bæði rétt og skylt að setja það innan gæasalappa. Það er reyndar lærdómur sem allt annar Hannes þurfti að draga af því sem þá var kallað rangfærslur og jafnvel ritstuldur, en það er annað mál. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allt það sem skrifað var í grein þessari eru sem sagt mínar eigin tilfinningar og túlkanir eftir lestur skýrslu Skipulagsstofnunnar. Stefáni til hugarhægðar vil ég hér setja þann texta sem ég hugsaði til þegar ég að hans mati gerðist svo ósvífinn að nota orðið „veruleg“.. Og set það innan gæslappa svo honum megi vera ljóst að um tilvtnun er að ræða.  

„Skipulagsstofnun telur að þó svo að Thorsil hafi sýnt fram á að styrkur annarra mengunarefna en brennisteinsdíoxíðs muni verða innan viðmiðunarmarka utan þynningarsvæðis sem hefur verið afmarkað fyrir Norðurál við Helguvík þá muni loftgæði á svæðinu umhverfis Helguvík rýrna talsvert vegna efna úr samanlögðum útblæstri frá fyrirhugaðri starfsemi. Þar sem um er að ræða mikið magn mengunarefna sem mun berast út í andrúmsloftið muni áhrifin verða talsvert neikvæð.

Eins og sjá má á textanum hefði ég þannig getað notað orðin “talvert neikvæð” áhrif á loftgæði Rykjanesbæjar, en valdi þann fyrrnefnda þar sem hann fellur betur að mínu daglega orðavali. Í mínum huga er þetta mál þess eðlis að rétt sé að ræða það á málefnalegan hátt og forðast ótímabærar upphrópanir, en séu þær notaðar látum þær þá byggjast á því sem rétt er og sanngjarnt. Rangfærslur eru í raun það sama og segja mann ljúga. Legg til að þessari umræðu haldi menn sig á málefnalegu plani og væni menn ekki um lygar að nauðsynjalausu. Það gera krakkar hugsanlega í sandkössum, en niður á það plan ætla ég ekki með Stefáni. 

Með bestu kveðju 

Hannes Friðriksson