Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Hvað vill hún upp á dekk og inn á þing?
Föstudagur 6. mars 2009 kl. 11:28

Hvað vill hún upp á dekk og inn á þing?

Hvað hefur hún fram að færa sem góður kostur á Alþingi Íslendinga 46 ára gömul konan, fædd og uppalin í Vestmanneyjum?

Jú, áratuga reynslu og þekkingu af verkalýðsmálum, velferðarmálum, kjaramálum, félagsmálum, lífeyrissjóðsmálum og  sveitarstjórnarmálum  svo eitthvað sé nefnt. Þekkingu sem nýtast mun vel í þeim erfiðu og krefjandi verkefnum sem framundan eru er varða vanda heimilanna  og atvinnulífsins.

Staða heimilana er slæm og margir berjast í bökkum þrátt fyrir að hafa vinnu. Nú sem aldrei fyrr er þörf á  tryggu öryggisneti fyrir þá sem verða fyrir áföllum. Huga þarf að jöfnuði á öllum sviðum.  Lausnin  er ekki einföld  þegar hátt matarverð, verðbólga, hækkandi afborgun  lána,  háir vextir, atvinnuleysi, skuldsetning ríkissjóðs og gjaldeyrishöft eru staðreynd.

 Ég býð ekki  skyndilausnir en ég er vön að vinna við úrlausn verkefna í hópi fólks. Ég veigra mér ekki við að taka óvinsælar ákvarðanir ef það er til hagsbóta fyrir samfélagið

 Það er vegna reynslu minnar í  kjara-,  lífeyris-, velferðar, sveitarstjórnar- og  félagsmálum almennt sem ég vil  uppá dekk og  bjóða kjósendum krafta  mína til uppbyggingar á réttlátara samfélagi.

Ég óska eftir stuðningi ykkar í 1. – 2. sæti í Suðurkjördæmi  


Guðrún Erlingsdóttir
Höfundur óskar eftir 1. – 2. sæti í prókjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 5. – 7. mars.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024