Hvað vilja konur?
Hugarflug - Hugmyndir - Hugrekki
Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar á Suðurnesjum boða til fundar í kvöld 6. mars kl. 20:00 að Krossmóa 4 efstu hæð. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og formaður sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar, Margrét Lind Ólafsdóttir oddviti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi og Jónína Holm bæjarfulltrúi í Garði flytja stutt erindi um reynslu kvenna í sveitarstjórnum.
Hinn eini sanni Valdimar Guðmundsson og stórfjölskylda gleðja konur með söng og spili. Fundarstjóri er Oddný G. Harðardóttir alþingismaður og mun hún draga saman niðurstöður borðaspjalls við lok fundar.
Léttar veitingar. Allir velkomnir!