Hvað vakir fyrir Garðmönnum?
Eins og birst hefur í netútgáfu Víkurfrétta hefur verið stofnaður undirbúningshópur vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ. Þessi hópur er skipaður fulltrúum heilbrigðisráðuneytis, bæjarstjóra Reykjanesbæjar ásamt framkvæmdastjóra DS, sem rekur Garðvang í Garði og Hlévang í Reykjanesbæ. Ég vænti þess að fulltrúi DS sé skipaður í stjórn DS sem fagaðili þ.e.a.s til þess að veita upplýsingar um þörf fyrir hjúkrunarrými og slíkt. Nú bregður svo við að Garðmenn hafa óskað eftir því að fá skipaðan fulltrúa í þessa nefnd á grundvelli þeirra meintu skoðunar heilbrigðisráðuneytisins að litið sé á Suðurnes sem eitt svæði þegar kemur að öldrunarmálum. Bæjarstjóri Garðs ásamt varaforseta hafa átt fund með heilbrigðisráðuneytinu vegna öldrunarmála og ég hef það fyrir víst að þar hafi þeir lagt mikla áherslu á áframhald uppbyggingar öldrunarþjónustu í Garði í stað þess að hefja nýbyggingu í Reykjanesbæ. Slíkt væri hagkvæmara.
Félagsmálaráðuneytið hefur lagt áherslu á sameiningu sveitarfélaga á sama atvinnusvæði, en á það hefur bæjarstjórn Garðs ekki viljað hlusta. Hins vegar leyfa þeir sér að óska eftir setu í nefnd sem stofnuð er til þess eins að skoða möguleika á byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ, og nota til þess sams konar rök og félagsmálaráðuneytið um að Suðurnesin séu eitt svæði.
Hvað vakir fyrir Garðmönnum? Ætla þeir að reyna að koma í veg fyrir byggt verði hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjanesbæ?
Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
Félagsmálaráðuneytið hefur lagt áherslu á sameiningu sveitarfélaga á sama atvinnusvæði, en á það hefur bæjarstjórn Garðs ekki viljað hlusta. Hins vegar leyfa þeir sér að óska eftir setu í nefnd sem stofnuð er til þess eins að skoða möguleika á byggingu hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ, og nota til þess sams konar rök og félagsmálaráðuneytið um að Suðurnesin séu eitt svæði.
Hvað vakir fyrir Garðmönnum? Ætla þeir að reyna að koma í veg fyrir byggt verði hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjanesbæ?
Guðbrandur Einarsson
bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ