Hvað finnst þér mikilvægast þegar þú hugsar til framtíðar?
Á morgun föstudaginn 17. apríl klukkan 15 mun Hugmyndaráðuneytið opna verkefnið Framtíðarsýn þjóðar með formlegum hætti í Þjóðminjasafni Íslands. Verndari verkefnisins er Vigdís Finnbogadóttir og það nýtur velvilja Menntamálaráðuneytisins.
Framtíðarsýn þjóðar er samfélagsverkefni sem er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hver framtíðarsýn okkar allra er. Verkefnið er öllum opið, unnið í sjálfboðavinnu, ópólitískt og eign þjóðarinnar.
Aðal markmið verkefnisins er að hjálpa þjóðinni að ræða saman og fá hana til að horfa til framtíðar. Niðurstöður verkefnisins munu svo gefa okkur áður óþekkta sýn á gildi og verðmætamat þjóðarinnar.
Hugmyndaráðuneytið