Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Hvað er raunhæft loforð?
  • Hvað er raunhæft loforð?
Þriðjudagur 20. maí 2014 kl. 09:34

Hvað er raunhæft loforð?

– Jasmina Crnac skrifar

Ég man vel frá því að ég var lítið barn, að ef einhver lofaði mér einhverju og stóð ekki við orð sín, fannst mér það rosalega pirrandi. Ég brást  jafnvel við með reiði. Mér fannst ég vera svikin og fann fyrir vonbrigðum. Nú þegar ég er orðin fullorðin hefur þetta viðhorf mitt ekkert breyst. Ennþá finnst mér það hræðileg tilfinning ef einhver gengur á bak orða sinna við mig - svíkur mig. Hver er tilgangurinn með þessum hugleiðingum? Jú, það eru að koma kosningar og margir lofa mjög stóru. Markmiðið er nátturlega að fá sem flesta til að kjósa sig. Sum af þessum loforðum eru ekki einu sinni framkvæmanleg. Aðallega vegna fjárhagaslegra erfiðleika bæjarins og hins vegar vegna vanþekkingar. Nú spyrjið þið: „Hvað er þá raunhæf loforð?“

Raunhæft loforð í þessum kosningum er að lækka skuldir bæjarfélagsins. Við hjá Frjálsu afli erum tilbúin að gera það með því að hagræða í rekstri bæjarfélagsins. Við erum ekki að segja að við ætlum að skera þjónustu niður vítt og breitt heldur að forgangsraða hlutum öðruvísi. Við ætlum að ráða bæjarstjóra sem er með þekkingu á rekstri og endurskipulagningu skulda. Við vitum öll að það er ekki hægt að reka bæjafélag með því að safna skuldum endalaust. Það er meira að segja hættulegt – rétt eins og að reka heimili og horfast ekki í augu við alvarlega skuldastöðu. Það eru nefnilega miklar líkur á því að við íbúarnir neyðumst til að borga enn hærri gjöld ef bæjarfélagið heldur áfram að eyða umfram getu. Ef við lækkum skuldir, skapast grundvöllur fyrir því í náinni framtíð að gjöldin okkar, t.d. fasteignagjöld, leikskólagjöld og fl. lækki líka. En þið, kæru bæjarbúar, vitið allt um það. Það er vel hægt að reka bæjarfélag með ábyrgum hætti án þess að þjónustan skerðist. Við getum séð fordæmi þess í öðrum bæjarfélögum. Markmið okkar hjá Frjálsu afli er að koma bæjarfjármálum í lag svo allir geta notið góðs af. Þetta er raunhæft loforð sem hægt er að standa við.

Jasmina Crnac,
Í framboði fyrir Frjálst afl í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024