Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hvað ætla hinir að gera?
Föstudagur 15. nóvember 2013 kl. 10:24

Hvað ætla hinir að gera?

- áskorun til sveitarfélaga á Suðurnesjum

Sl. fimmtudag tilkynnti meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur að fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir vegna ársins 2014 yrðu dregnar til baka. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, lýsti því í viðtali að borgin vildi með þessu auka möguleikana á því koma hér á stöðugleika og  stuðla að því að auka kaupmátt launafólks sem nú að í viðræðum við viðsemjendur um nýjan kjarasamning.

Þetta er virðingarvert framlag frá borginni en þetta dugar ekki eitt og sér til þess að einhver árangur verði. Aðrir þurfa að fylgja í kjölfarið með yfirlýsingum af sama toga og þá er enginn undanskilinn, hvorki ríki, sveitarfélög né vinnuveitendur sem verða að koma í veg fyrir verðlagsbreytingar í kjölfar kjarasamninga.

Nú eru sveitarfélög hér á Suðurnesjum að vinna fjárhagsáætlanir vegna næsta árs og sumar áætlanir hafa reyndar litið dagsins ljós. Reykjanesbær hefur t.d lagt fram fjárhagsáætlun þar sem boðaðar eru 4-5% gjaldskrárhækkanir.

Ef að einhver kaupmáttaauki á að nást í slíku umhverfi þá þurfa launabreytingar að verða umfram slíka tölu og ég er ekkert viss um að það sé það sem vinnuveitendur sjá fyrir sér.
 
Nú er hins vegar tækifærið til þess vinna að auknum stöðugleika. Eru önnur sveitarfélög tilbúin til að fylgja á eftir góðu fordæmi og draga boðaðar gjaldskrárhækkanir til baka?

Það er forsenda þess að friður muni ríkja á vinnumarkaði.

Guðbrandur Einarsson
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024