Húsin á Heiðinni
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er sennilega sú gæfusnauðasta sem um getur þegar kemur að öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar. Hún studdi Íraksstríðið í örvæntingarvon um að fjórar bandarískar herþotur yrðu áfram á landinu. Þannig eyðilagði hún orðstír þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Þoturnar fóru samt, og ekki nóg með það. Líka þyrlurnar, mannskapurinn og allt góssið á Vellinum.
Ekki er að sjá að búið væri að gera "Plan B" ef svona færi, heldur var áfram haldið að dandalast aftaní Kananum hvað sem á dynur.
Einhvern veginn er það svo dæmigert í þessu öllu saman fyrir hina voluðu ríkisstjórn, að hún getur ekki einu sinni tekið að sér tóma herstöðina án þess að klúðra dæminu.
Ég hrökk illa við þegar ég sá sjónvarpsfréttir í fyrrakvöld þar sem sagt var frá vatnstjóninu í fjölda íbúðablokka á gamla varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Það er rétt tæpur mánuður síðan ég fór um þetta svæði ásamt öðrum þingmönnum Suðurkjördæmis. Um leið og það var skrítið að fara um þessi yfirgefnu húsahverfi á Vellinum, þá gladdist maður yfir því að Ísland hefði nú fengið þessar miklu eignir úr höndum Bandaríkjanna. Íbúðarhúsnæðið leit vel út að sjá utan frá. Nær eingöngu vel hirtar litlar blokkir með mjög snyrtilegu umhverfi.
Leikvellir fyrir börnin á milli húsanna, göngustígar, bílastæði og grasi grónar lóðir. Okkur þingmönnum var tjáð að þetta húsnæði væri nær allt í toppstandi og samkvæmt íslenskum stöðlum. Bara þyrfti að breyta um riðstraum á rafkerfum húsanna og þá væri allt klárt.
Spurningin nú væri bara sú hvernig ætti að nota þessi hús. Maður hugsaði ósjálfrátt til þess að hér hlytu að vera miklir möguleikar til framtíðar. Það er náttúrulega einsdæmi að smáþjóð sem er vön að hafa fyrir sínu með erfiði og striti, fái heilan bæ með öllu sem honum fylgir beint upp í hendurnar.
En þetta hlaut að vera of gott til að vera satt. Náttúrulega tókst að klúðra þessu. Og það svona líka með eindæmum. Það gleymdist að tappa vatni af lögnum. Þær sprungu í frostinu og allt fór á flot inni í blokkunum. Nítján hús eru skemmd og þar af 13 stórskemmd. Tjónið hleypur eflaust á hundruðum milljóna króna. Víkurfréttir greina frá því í vefsjónvarpi sínu um þennan atburð að nýlega hafi íslenskir verktakar gert upp blokkir á svæðinu og það hafi kostað um þúsund milljónir króna. Þetta mál er allt hið furðulegasta. Valgerður Sverrisdóttir utanríkissráðherra (sem ég hef áður efast um að valdi hreinlega embætti sínu) reynir að gera sem minnst úr öllu saman. Hún sagði í ræðu sinni í umræðum um tjónið í þinginu á þriðjudag, "að það er ekki verið að tala um hundruð milljóna, frekar tugi".
Flugvallarstjórinn í Keflavík sem örugglega þekkir betur til en ráðherrann talar um hundruða milljóna króna tjón. Það er eflaust nærri lagi, - ef ekki meira. Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingar sagði m. a. í ræðu sinni á þriðjudag:
„Mér finnst ráðherra reyna að tala þetta tjón niður, þetta hafi verið öðruvísi hús og að við þurfum að gera okkur grein fyrir því. Ráðherra sagði líka í sjónvarpsfréttum klukkan 12 að einhver hús hefði átt að rífa. Ég er ekki viss um að það séu þessi hús sem á að rífa. Þetta er mikið tjón. 13 fjölbýlishús mjög skemmd af vatni, sagði ráðherra sjálf áðan. Gerum okkur í hugarlund að í 13 fjölbýlishúsum í Breiðholti hefðu orðið miklar vatnsskemmdir, tugir íbúða í hverju húsi. Hefðum við talað um lítið tjón? Hefðum við reynt að telja fólki trú um að hér væri um tugmilljóna króna tjón að ræða en ekki hundruða? Við vitum það sem höfum lent í vatnsskemmdum innan dyra hvað það kostar að gera við slíkar skemmdir. Það er aldrei undir 1,5–
2 millj. á íbúð. Ef íbúðirnar eru 200 getur hver sem er reiknað.“
Það á að rannsaka þetta grafalvarlega mál ofan í kjölinn og lögreglan sem óháður aðili á að sjá um það. Ég sagði það í ræðu minni, og stend fastur á þeirri skoðun. Við verðum að fá botn í það hvað fór úrskeiðis. Þetta vekur allt miklar og óþægilegar spurningar. Af hverju var ekki gengið frá lögnum þannig að engin hætta væri á að þær myndu springa í frosti? Hvernig stóð á því að enginn varð lekanna var fyrr en eftir langan tíma? Hvar voru þeir sem áttu að sjá um þetta?
Hvernig var eftirliti með þessum húsum háttað? Hverjir bera ábyrgðina? Hver á að axla ábyrgðina? Ráðherra?
Undarlegt hefur verið að sjá viðbrögð ríkisstjórnarliða við þessum ósköpum. Sjálfstæðismenn fara undan í flæmingi. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra baðst afsökunar í ræðustól þingsins á þriðjudag með hálfgerðri ólund og reyndi að gera sem minnst úr öllu.
Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknar sat glottandi og flissandi í þingsalnum þegar málið var rætt, yfir því að krafist var svara við spurningum og rætt um að rannsókn ætti að fara fram. Hann reynir nú að slá sér upp með barnalegri fyndni á heimasíðu sinni með því að nú eigi að yfirheyra "Kuldabola". Svipaður grínkall tjáir sig á einni af heimasíðum Framsóknarflokksins. "Kuldaboli" voða fyndið ha, ha, ha. Er ekki kominn tími til að skipta þessu liði út?
Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins www.magnusthor.is
Ekki er að sjá að búið væri að gera "Plan B" ef svona færi, heldur var áfram haldið að dandalast aftaní Kananum hvað sem á dynur.
Einhvern veginn er það svo dæmigert í þessu öllu saman fyrir hina voluðu ríkisstjórn, að hún getur ekki einu sinni tekið að sér tóma herstöðina án þess að klúðra dæminu.
Ég hrökk illa við þegar ég sá sjónvarpsfréttir í fyrrakvöld þar sem sagt var frá vatnstjóninu í fjölda íbúðablokka á gamla varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Það er rétt tæpur mánuður síðan ég fór um þetta svæði ásamt öðrum þingmönnum Suðurkjördæmis. Um leið og það var skrítið að fara um þessi yfirgefnu húsahverfi á Vellinum, þá gladdist maður yfir því að Ísland hefði nú fengið þessar miklu eignir úr höndum Bandaríkjanna. Íbúðarhúsnæðið leit vel út að sjá utan frá. Nær eingöngu vel hirtar litlar blokkir með mjög snyrtilegu umhverfi.
Leikvellir fyrir börnin á milli húsanna, göngustígar, bílastæði og grasi grónar lóðir. Okkur þingmönnum var tjáð að þetta húsnæði væri nær allt í toppstandi og samkvæmt íslenskum stöðlum. Bara þyrfti að breyta um riðstraum á rafkerfum húsanna og þá væri allt klárt.
Spurningin nú væri bara sú hvernig ætti að nota þessi hús. Maður hugsaði ósjálfrátt til þess að hér hlytu að vera miklir möguleikar til framtíðar. Það er náttúrulega einsdæmi að smáþjóð sem er vön að hafa fyrir sínu með erfiði og striti, fái heilan bæ með öllu sem honum fylgir beint upp í hendurnar.
En þetta hlaut að vera of gott til að vera satt. Náttúrulega tókst að klúðra þessu. Og það svona líka með eindæmum. Það gleymdist að tappa vatni af lögnum. Þær sprungu í frostinu og allt fór á flot inni í blokkunum. Nítján hús eru skemmd og þar af 13 stórskemmd. Tjónið hleypur eflaust á hundruðum milljóna króna. Víkurfréttir greina frá því í vefsjónvarpi sínu um þennan atburð að nýlega hafi íslenskir verktakar gert upp blokkir á svæðinu og það hafi kostað um þúsund milljónir króna. Þetta mál er allt hið furðulegasta. Valgerður Sverrisdóttir utanríkissráðherra (sem ég hef áður efast um að valdi hreinlega embætti sínu) reynir að gera sem minnst úr öllu saman. Hún sagði í ræðu sinni í umræðum um tjónið í þinginu á þriðjudag, "að það er ekki verið að tala um hundruð milljóna, frekar tugi".
Flugvallarstjórinn í Keflavík sem örugglega þekkir betur til en ráðherrann talar um hundruða milljóna króna tjón. Það er eflaust nærri lagi, - ef ekki meira. Jón Gunnarsson þingmaður Samfylkingar sagði m. a. í ræðu sinni á þriðjudag:
„Mér finnst ráðherra reyna að tala þetta tjón niður, þetta hafi verið öðruvísi hús og að við þurfum að gera okkur grein fyrir því. Ráðherra sagði líka í sjónvarpsfréttum klukkan 12 að einhver hús hefði átt að rífa. Ég er ekki viss um að það séu þessi hús sem á að rífa. Þetta er mikið tjón. 13 fjölbýlishús mjög skemmd af vatni, sagði ráðherra sjálf áðan. Gerum okkur í hugarlund að í 13 fjölbýlishúsum í Breiðholti hefðu orðið miklar vatnsskemmdir, tugir íbúða í hverju húsi. Hefðum við talað um lítið tjón? Hefðum við reynt að telja fólki trú um að hér væri um tugmilljóna króna tjón að ræða en ekki hundruða? Við vitum það sem höfum lent í vatnsskemmdum innan dyra hvað það kostar að gera við slíkar skemmdir. Það er aldrei undir 1,5–
2 millj. á íbúð. Ef íbúðirnar eru 200 getur hver sem er reiknað.“
Það á að rannsaka þetta grafalvarlega mál ofan í kjölinn og lögreglan sem óháður aðili á að sjá um það. Ég sagði það í ræðu minni, og stend fastur á þeirri skoðun. Við verðum að fá botn í það hvað fór úrskeiðis. Þetta vekur allt miklar og óþægilegar spurningar. Af hverju var ekki gengið frá lögnum þannig að engin hætta væri á að þær myndu springa í frosti? Hvernig stóð á því að enginn varð lekanna var fyrr en eftir langan tíma? Hvar voru þeir sem áttu að sjá um þetta?
Hvernig var eftirliti með þessum húsum háttað? Hverjir bera ábyrgðina? Hver á að axla ábyrgðina? Ráðherra?
Undarlegt hefur verið að sjá viðbrögð ríkisstjórnarliða við þessum ósköpum. Sjálfstæðismenn fara undan í flæmingi. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra baðst afsökunar í ræðustól þingsins á þriðjudag með hálfgerðri ólund og reyndi að gera sem minnst úr öllu.
Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknar sat glottandi og flissandi í þingsalnum þegar málið var rætt, yfir því að krafist var svara við spurningum og rætt um að rannsókn ætti að fara fram. Hann reynir nú að slá sér upp með barnalegri fyndni á heimasíðu sinni með því að nú eigi að yfirheyra "Kuldabola". Svipaður grínkall tjáir sig á einni af heimasíðum Framsóknarflokksins. "Kuldaboli" voða fyndið ha, ha, ha. Er ekki kominn tími til að skipta þessu liði út?
Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins www.magnusthor.is