Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Hugleiðingar
Strandleiðin í Reykanesbæ.
Föstudagur 13. júlí 2012 kl. 13:53

Hugleiðingar

Ég rek umboðsskrifstofu í Reykjanesbæ og er að bæta við mig upplýsinga- og bókunarmiðstöð fyrir ferðamenn. Ég bý og starfa hér við Hafnargötuna. Sé ferðamennina ganga hér um og velti fyrir mér hvernig þau eru að upplifa svæðið.

Ég fer mjög mikið út á Strandleiðina og hef verið að óskapast yfir draslinu sem fólk hendir út úr bílum sínum og skítinn eftir hundana. En nú hef ég tekið ákvörðun. Hef bara með mér auka skít poka og tíni upp það sem ég sé á leið minni. Það gerist nefnilega ekki neitt með því að vera með puttann á lofti.

Tökum höndum saman gott fólk og hættum að láta hlutina fara í taugarnar á okkur. Tínið frekar upp og setjið í næstu ruslafötu í ykkar nærumhverfi.

Gerum svæðið okkar aðlaðandi.

Laufey Kristjánsdóttir


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hundaskítur á göngustíg í Reykjanesbæ. Mynd úr safni.