Hræðast Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ málefnalega umræðu um stöðu og framtíð sveitarfélagsins?
Í kjölfar fréttar af viljayfirlýsingu Norðuráls um að byggja nýtt álver í Helguvík hefur skrifum flokksgæðinga Sjálfstæðisflokksins hér í bæ ekki lint þar sem þeir gagnrýna Iðnaðarráðherra á mjög ómálefnalegum hátt. Nú síðast fyllti mælinn þegar einn af yngri og óreyndari meðlimum Sjálfstæðisflokksins reyndi sverta mannorð okkar ágæta þingmanns til margra ára Hjálmars Árnasonar. Ég fæ ekki skilið þessi viðbrögð Sjálfstæðismanna á annan hátt en að hér liggi á bakvið ankannanlegar pólitískar hvattir sem helgast líklega af því að það styttist í kosningar og leggja þarf verkin í dóm kjósenda. Það er augljóst að Sjálfstæðismenn vilja ekki ræða málin á málefnalegan hátt heldur reyna að varpa fram reyksprengjum til að villa um fyrir íbúum Reykjanesbæjar sem er velþekkt aðferðarfræði og gjarnan beitt af hálfu Sjálfstæðisflokksins.
Við skulum frekar leggja flokkspólitíska hagsmuni að baki, spara gífuryrðin og taka höndum saman og reyna að vinna að því að af álverinu verði hér í Helguvík, atvinnulífi hér á svæðinu til heilla. Það að ráðast með slíku offorsi á gott fólk sem hefur unnið vel fyrir land og þjóð er ekki til þess fallið að tryggja framgang málsins.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ
Við skulum frekar leggja flokkspólitíska hagsmuni að baki, spara gífuryrðin og taka höndum saman og reyna að vinna að því að af álverinu verði hér í Helguvík, atvinnulífi hér á svæðinu til heilla. Það að ráðast með slíku offorsi á gott fólk sem hefur unnið vel fyrir land og þjóð er ekki til þess fallið að tryggja framgang málsins.
Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ