Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Höfuðverkur hjá börnum og unglingum
Fimmtudagur 14. október 2010 kl. 13:25

Höfuðverkur hjá börnum og unglingum

Höfuðverkur, sér í lagi mígreni, hefur alltaf verið tengdur vatnsskorti. Ef um er að ræða regluleg og kröftug mígreniköst þarf að leita læknis. Mikilvægt er að viðkomandi læknir horfi á líkama ungra sjúklinga í heild.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Allt aðrar ástæður kunna að liggja að baki höfuðverk hjá börnum og unglingum en hjá fullorðnum. Höfuðverkur hjá börnum og unglingum tengist oftast of miklum væntingum fjölskyldunnar en einnig leikskóla eða frítíma, skóla eða íþróttum, ótta eða streitu. Sjálfstraustið er enn ekki orðið nógu sterkt og mótað. Rannsóknir vísindamanna á síðustu fimmtán árum hafa leitt í ljós að þessi kynslóð þarf að takast á við of miklar upplýsingar og áreiti, til að mynda í gegnum fjölmiðla á borð við sjónvarp, netmiðla og leikjatölvur. Regla og staðfesta gætu hjálpað svo börn og unglingar viti nákvæmlega að hverju þau ganga hverju sinni. Mestu skiptir góður svefn en í hann notar hvert mannsbarn um þriðjung ævinnar. Dagleg holl næring í mat og drykk skiptir sömuleiðis afar miklu máli fyrir alla vellíðan. Geri höfuðverkur eða mígreni vart við sig er ekki ráðlegt að horfa á sjónvarp eða að leika sér í tölvu. Til eru 37 mismunandi tegundir af höfuðverk og þeim fylgja ólík einkenni. Sextán þeirra tengjast líffærasjúkdómum en oftast eru það þó sálræn vandamál á unglingsárum sem orsaka verki.


Skilnaður, ný fjölskylda, streita í skólanum og of langur tími milli máltíða getur leitt til höfuðverks. Læknar geta ekki alltaf hjálpað en mikilvægt er að bera kennsl á réttu úrræðin svo viðkomandi einstaklingur þurfi ekki að berjast við sjúkdóminn alla ævi. Mígreni hjá börnum og unglingum leiðir til aukinnar streitu með þeim afleiðingum að þau ná ekki að sinna verkefnum sem tengjast námi og einangrast. Einangrunin getur oft framkallað öskur og beiðni um hjálp þegar barn finnur fyrir miklum verkjum. Gott getur verið fyrir foreldra slíkra barna að skrá í „dagbók“ upplýsingar um hve oft börnin fá höfuðverk og mígreniköst. Einnig er mikilvægt að afla upplýsinga um komandi próf eða annað sem valdið geta streitu, til dæmis íþróttaæfingar. Umhyggja foreldra virkar oft eins og kraftaverk. Fótanudd eða kaldar umbúðir á fætur hafa vöðvaslakandi áhrif. Gott er að nota svefnherbergið eingöngu til hvíldar, en ekki sem leikherbergi. Rólegheit eru mikilvæg. Andlits- og höfuðnudd hefur oft slakandi áhrif og svokallaðir „Baldrian-dropar“ geta spornað gegn höfuðverk. Börnum og unglingum er ráðlegt að fara reglulega til tannlæknis.

Birgitta Jónsdóttir Klasen