Hlúum vel að börnunum okkar!
Sveitarfélögin tóku yfir rekstur grunnskólanna árið 1994, tveimur árum áður en ég lauk námi þar. Síðan þá hefur margt breyst til batnaðar í skólakerfinu og þá sérstaklega hvað varðar börn sem eiga við andlega erfiðleika að stríða.
Reykjanesbær undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur unnið frábært starf í grunnskólum bæjarins, í því að hlúa að þeim börnum sem eiga við erfiðleika af þessum toga að stríða.
Ég hef fengið að kynnast því, bæði sem nemandi og uppalandi, hvað það skiptir gríðarlega miklu máli að tekið sé, sem fyrst, á því þegar börn eiga við erfiðleika að stríða.
Ég er núna, 20 árum of seint, að greinast með athyglisbrest með ofvirkni (AMO). Ef ég lít til baka yfir skólagöngu mína sé ég mjög auðveldlega hvað AMO hafði gífurlega mikil áhrif á mig í skóla og ef ég hefði fengið þá aðstoð, sem er í boði í skólakerfinu í dag er ég ekki svo viss um að ég hefði flosnað upp úr námi og fetað rangar brautir í lífinu.
Í dag hefur Reykjanesbær sálfræðinga og félagsráðgjafa sem vinna markvisst með kennurum að því, að aðstoða börn í sömu stöðu og ég var í. Ég hef kynnst því sem uppalandi, að mikill munur er á, hvernig tekið er á málunum í dag, frá því sem áður var.
Þessi börn fá aðstoð frá fagaðilum, spurningalistar eru sendir til foreldra, kennarar gefa skýrslu til sálfræðings og allt er gert til þess að fá sem raunhæfasta mynd á hvað sé vandamálið. Í kjölfarið er svo tekið á vandamálinu af fagaðilum og þekki ég dæmi þess að mikill munur hafi verið á námsárangri og félagslegri stöðu þeirra barna sem hafa fengið þessa meðhöndlun í skólakerfinu.
Á dögunum bárust þær gleðifréttir að innlögnum frá Reykjanesbæ á Barna- og Unglingageðdeild Landspítalans hafi fækkað um helming milli ára og er það ekki síst þessu öfluga starfi í skólunum okkar að þakka.
Kjarni sjálfstæðisstefnunnar er trúin á frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri allra til að þroska og njóta hæfileika sinna. Það er augljóst að í skólakerfinu er okkur að takast með miklum glæsibrag að tryggja að öll börn fái sömu tækifæri.
Höldum áfram á sömu braut og setjum X við D á kjördag og tryggjum það besta fyrir börnin okkar.
Arnar Már Frímannsson
Sjálfstæðismaður og íbúi í Reykjanesbæ
Reykjanesbær undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur unnið frábært starf í grunnskólum bæjarins, í því að hlúa að þeim börnum sem eiga við erfiðleika af þessum toga að stríða.
Ég hef fengið að kynnast því, bæði sem nemandi og uppalandi, hvað það skiptir gríðarlega miklu máli að tekið sé, sem fyrst, á því þegar börn eiga við erfiðleika að stríða.
Ég er núna, 20 árum of seint, að greinast með athyglisbrest með ofvirkni (AMO). Ef ég lít til baka yfir skólagöngu mína sé ég mjög auðveldlega hvað AMO hafði gífurlega mikil áhrif á mig í skóla og ef ég hefði fengið þá aðstoð, sem er í boði í skólakerfinu í dag er ég ekki svo viss um að ég hefði flosnað upp úr námi og fetað rangar brautir í lífinu.
Í dag hefur Reykjanesbær sálfræðinga og félagsráðgjafa sem vinna markvisst með kennurum að því, að aðstoða börn í sömu stöðu og ég var í. Ég hef kynnst því sem uppalandi, að mikill munur er á, hvernig tekið er á málunum í dag, frá því sem áður var.
Þessi börn fá aðstoð frá fagaðilum, spurningalistar eru sendir til foreldra, kennarar gefa skýrslu til sálfræðings og allt er gert til þess að fá sem raunhæfasta mynd á hvað sé vandamálið. Í kjölfarið er svo tekið á vandamálinu af fagaðilum og þekki ég dæmi þess að mikill munur hafi verið á námsárangri og félagslegri stöðu þeirra barna sem hafa fengið þessa meðhöndlun í skólakerfinu.
Á dögunum bárust þær gleðifréttir að innlögnum frá Reykjanesbæ á Barna- og Unglingageðdeild Landspítalans hafi fækkað um helming milli ára og er það ekki síst þessu öfluga starfi í skólunum okkar að þakka.
Kjarni sjálfstæðisstefnunnar er trúin á frelsi einstaklingsins og jöfn tækifæri allra til að þroska og njóta hæfileika sinna. Það er augljóst að í skólakerfinu er okkur að takast með miklum glæsibrag að tryggja að öll börn fái sömu tækifæri.
Höldum áfram á sömu braut og setjum X við D á kjördag og tryggjum það besta fyrir börnin okkar.
Arnar Már Frímannsson
Sjálfstæðismaður og íbúi í Reykjanesbæ