Hljóta að hafa fundið feitan göltí Vesturbænum
Eftirfarandi er bréf Gísla Georgssonar, formanns kkd. KR, til Birgis Más Bragasonar formanns kkd. Keflavíkur varðandi málefni erlendra leikmanna.Sæll Birgir!Gleðilegt ár og þakka þér fyrir gamla árið.Þær sögusagnir ganga fjöllunum hærra þessa dagana hér í Reykjavík að þið Suðurnesjamenn séuð að ná ykkur í erlendan leikmann fyrir kvennaliðið hjá ykkur! Sjálfsagt ganga viðlíka sögur á Suðurnesjum um okkur KR-inga. Hver er staðan í þessu máli hjá ykkur? Ætlið þið að kaupa erlendan leikmann fyrir kvennaliðið? Ástæðan fyrir því að ég spyr er einfaldlega sú að við hefðum helst viljað spara okkur þann kostnað, sem því fylgir að taka erlendan leikmann út keppnistímabilið. Það er ekki feitan gölt að flá hér í Vesturbænum í peningamálum a.m.k. ekki í körfuboltanum og ALLS ekki í kvennakörfunni. Það er hins vegar ætlun okkar að gera eitthvað í málinu ef ÞIÐ gerið eitthvað í málinu, þar sem það virðist ljóst að það verður hreint einvígi milli okkar liða um alla titla á þessu ári og munurinn á liðunum er ekki mikill. Við KR-ingar höfum betri stöðu núna en þokkalega góður erlendur leikmaður í öðru liðinu myndi gera útslagið fyrir það lið að mínu mati og hitt liðið yrði að fá sér erl. leikmann líka til að eiga séns. Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið að skoða leikmannamarkaðinn og erum með 2 leikmenn í sigtinu og 1 til vara. Við munum hins vegar fresta þessu eða hætta við nema eitthvað gerist hjá ykkur, (eða ÍS) eins og verið hefur undanfarin 2 ár. Ég veit ekki til þess, og hef enga trú á, að ÍS muni gera eitthvað í þessu máli, sama hvað við gerum. Spurningin er hvort að þið eruð tilbúnir í einhvers konar samkomulag a.m.k. í bili um að gefa útlendingunum frí í kvennaboltanum?!? Næsti leikur liðanna í deildinni er 19. jan í Keflavík og síðan mætast liðin í bikarnum annað hvort í undanúrslitum 22./23. jan. eða í úrslitum 5./6. feb. Láttu heyra í þér!Kveðja, Gísli Georgsson