Hjörleifur Ingólfsson - minningarorð
Kæri vinur, það setti mig hljóðan þegar þú sagðir mér um veikindi þín fyrir um tveim árum síðan. Þrátt fyrir léttleika þinn og viljakraft, vissum við báðir að þessi orrusta yrði erfið. Æðri máttarvöld hafa endað þá orrustu og gefið þér frið og vellíðan að nýju; nú ert þú kominn á leiðarenda. Við í slökkviliðinu eigum svo margar skemmtilegar og góðar minningar um þig sem starfsfélaga og traustan vin, þú sem reyndist okkur svo traustur í lífi og starfi.
Þegar ég hóf störf hjá Brunavörnum Suðurnesja fyrir rúmum áratug, lærði ég fljótt að þú varst einn af þessum ómetanlegu starfskröftum Slökkviliðsins, hafsjór af reynslu og fróðleik um starfið og búnað liðsins. Reynsla þín til margra áratuga náði til innstu rótar samfélagsins á erfiðum stundum þegar slys, veikindi eða önnur vá gerist. Oft leitaði ég til þín um sértækan búnað liðsins, þar hafðir þú lausnir sem reyndust okkur vel. Í samskiptum okkar kynntist ég léttleika þínum og húmor sem endurspeglaðist í “glotti” og eftirminnilegum orðatiltækjum sem lengi verða í minnum höfð. Kæri vinur við kveðjum þig með söknuði, minningin um þig er okkur svo dýrmæt.
Eiginkonu þinni, börnum og öðrum nánum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur á erfiðum tímum.
Sigmundur Eyþórsson,
slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja.
Þegar ég hóf störf hjá Brunavörnum Suðurnesja fyrir rúmum áratug, lærði ég fljótt að þú varst einn af þessum ómetanlegu starfskröftum Slökkviliðsins, hafsjór af reynslu og fróðleik um starfið og búnað liðsins. Reynsla þín til margra áratuga náði til innstu rótar samfélagsins á erfiðum stundum þegar slys, veikindi eða önnur vá gerist. Oft leitaði ég til þín um sértækan búnað liðsins, þar hafðir þú lausnir sem reyndust okkur vel. Í samskiptum okkar kynntist ég léttleika þínum og húmor sem endurspeglaðist í “glotti” og eftirminnilegum orðatiltækjum sem lengi verða í minnum höfð. Kæri vinur við kveðjum þig með söknuði, minningin um þig er okkur svo dýrmæt.
Eiginkonu þinni, börnum og öðrum nánum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur á erfiðum tímum.
Sigmundur Eyþórsson,
slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja.