Hjálpum unglingum að bíða!
Reykjanesbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð öllum nemendum upp á forvarna- og fræðsluverkefnið Hugsað um barn. Fjöldi skóla í landinu hefur síðan sýnt verkefninu vaxandi áhuga bæði nemendur, foreldrar og kennara, heilsugæslustarfsmenn og fleira fagfólk.
Nú er nemendum í 8. bekk í Reykjanesbæ boðið upp á verkefnið annað árið í röð. Verkefnið hefst í Njarðvíkurskóla og verður kynning fyrir foreldra n.k. þriðjudag 24. jan kl. 17.15. í Njarðvíkurskóla.
Verkefnið vekur nemendur til umhugsunar um afleiðingar kynlífs og leitast við að hafa áhrif á að þeir byrji að stunda kynlíf eldri en nú þekkist og af meiri ábyrgð. Nemendur fá í hendur dúkku sem þeir eiga að annast eina helgi og kynnast þannig þeirri ábyrgð sem því fylgir að annast ungbarn. Hluti af fræðslunni er einnig mjög áhrifarík fræðsla um skaðsemi áfengis og vímuefnaneyslu og hjálpar nemendum að forgangsraða og sjá mikilvægi þess að leggja rækt við námið í grunnskólanum.
Í október s.l. fór af stað forvarnarverkefnið Ég ætla að bíða. Síðan höfum við séð fréttir þess efnis að áfengisauglýsingar hafa aukist og aðra frétt þess efnis að áfengisauglýsingar skila árangri.
Þannig getur umhverfi unglinga verið kynlífs- og áfengis hvetjandi og mikilvægt að hinir fullorðnu hjálpi til að við að hvetja börnin til að bíða með að lifa kynlífi og nota áfengi. Stefna þarf að því að börn séu ekki kynlífsiðkendur eða farnir að nota áfengi á grunnskólaaldri. 40% unglinga sem fara í meðferð hjá SÁA hafa ekki lokið grunnskólaprófi. Bíði unglingar með að nota áfengi til 17 ára aldurs eru minni líkur en ella á því að þau ánetjist fíkniefnum seinna á lífsleiðinni.
HUB verkefnið er ekki aðeins mjög hrifaríkt fyrir samstarf og samskipti heimilis og skóla, að auki er hér á ferðinni öflugt verkefni eða tæki fyrir foreldra til að sinna siðferðisuppeldi. Verkefnið var tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis- og skóla, landsamtaka foreldra s.l. vor. Foreldrar þurfa stuðning í sínu uppeldishlutverki og sérstaka hjálp til að hjálpa börnum sínum að bíða með að lifa kynlífi og nota vímuefni.
HUB verkefnið er í samstarfi við Fræðslumiðstöð í fíknivörnum. Skólastjórendur, kennarar, hjúkrunarfræðingar, Fjölskyldu- og félagsmálasvið og Vinnuskóli Reykjanesbæjar hafa hafa tekið þátt í verkefninu. Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóðurinn og Verslunarmannafélag Suðurnesja hafa styrkt verkefnið. Kennarar gera sér grein fyrir því að það er svo miklu auðveldara fyrir nemendur að ná árangri í grunnskólanámi ef þeir eru ekki kynlífsiðkendur eða farnir að nota áfengi.
Foreldrar þurfa að standa vörð um börnin sín gegn því mikla flóði áróðurs sem gengur yfir börn og unglinga bæði í gegnum auglýsingar og ýmsan áróður. Gagnrýnin hugsun og samræður við börn um afleiðingar er árangursrík leið til að hjálpa þeim að taka afstöðu og ákvörðun um að bíða. Nánari upplýsingar á vefsvæðinu: http://www.obradgjof.is/pdf/allt_saman.pdf
Ólafur Grétar Gunnarsson
ráðgjafi hjá ÓB-ráðgjöf
Á myndinni eru nemendur í 8. bekk Njarðvíkurskóla sem tóku þátt í HUB verkefninu í fyrra.
Nú er nemendum í 8. bekk í Reykjanesbæ boðið upp á verkefnið annað árið í röð. Verkefnið hefst í Njarðvíkurskóla og verður kynning fyrir foreldra n.k. þriðjudag 24. jan kl. 17.15. í Njarðvíkurskóla.
Verkefnið vekur nemendur til umhugsunar um afleiðingar kynlífs og leitast við að hafa áhrif á að þeir byrji að stunda kynlíf eldri en nú þekkist og af meiri ábyrgð. Nemendur fá í hendur dúkku sem þeir eiga að annast eina helgi og kynnast þannig þeirri ábyrgð sem því fylgir að annast ungbarn. Hluti af fræðslunni er einnig mjög áhrifarík fræðsla um skaðsemi áfengis og vímuefnaneyslu og hjálpar nemendum að forgangsraða og sjá mikilvægi þess að leggja rækt við námið í grunnskólanum.
Í október s.l. fór af stað forvarnarverkefnið Ég ætla að bíða. Síðan höfum við séð fréttir þess efnis að áfengisauglýsingar hafa aukist og aðra frétt þess efnis að áfengisauglýsingar skila árangri.
Þannig getur umhverfi unglinga verið kynlífs- og áfengis hvetjandi og mikilvægt að hinir fullorðnu hjálpi til að við að hvetja börnin til að bíða með að lifa kynlífi og nota áfengi. Stefna þarf að því að börn séu ekki kynlífsiðkendur eða farnir að nota áfengi á grunnskólaaldri. 40% unglinga sem fara í meðferð hjá SÁA hafa ekki lokið grunnskólaprófi. Bíði unglingar með að nota áfengi til 17 ára aldurs eru minni líkur en ella á því að þau ánetjist fíkniefnum seinna á lífsleiðinni.
HUB verkefnið er ekki aðeins mjög hrifaríkt fyrir samstarf og samskipti heimilis og skóla, að auki er hér á ferðinni öflugt verkefni eða tæki fyrir foreldra til að sinna siðferðisuppeldi. Verkefnið var tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis- og skóla, landsamtaka foreldra s.l. vor. Foreldrar þurfa stuðning í sínu uppeldishlutverki og sérstaka hjálp til að hjálpa börnum sínum að bíða með að lifa kynlífi og nota vímuefni.
HUB verkefnið er í samstarfi við Fræðslumiðstöð í fíknivörnum. Skólastjórendur, kennarar, hjúkrunarfræðingar, Fjölskyldu- og félagsmálasvið og Vinnuskóli Reykjanesbæjar hafa hafa tekið þátt í verkefninu. Hitaveita Suðurnesja, Sparisjóðurinn og Verslunarmannafélag Suðurnesja hafa styrkt verkefnið. Kennarar gera sér grein fyrir því að það er svo miklu auðveldara fyrir nemendur að ná árangri í grunnskólanámi ef þeir eru ekki kynlífsiðkendur eða farnir að nota áfengi.
Foreldrar þurfa að standa vörð um börnin sín gegn því mikla flóði áróðurs sem gengur yfir börn og unglinga bæði í gegnum auglýsingar og ýmsan áróður. Gagnrýnin hugsun og samræður við börn um afleiðingar er árangursrík leið til að hjálpa þeim að taka afstöðu og ákvörðun um að bíða. Nánari upplýsingar á vefsvæðinu: http://www.obradgjof.is/pdf/allt_saman.pdf
Ólafur Grétar Gunnarsson
ráðgjafi hjá ÓB-ráðgjöf
Á myndinni eru nemendur í 8. bekk Njarðvíkurskóla sem tóku þátt í HUB verkefninu í fyrra.