Hjálmar vill verða ritari Framsóknarflokksins
Hjálmar Árnason þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjanesi ákvað í gær að sækjast eftir því að verða ritari Framsóknarflokksins. Vísir.is greinir frá.
Samkvæmt flokksskipulagi Framsóknarflokksins hafa formaður, varaformaður og ritari flokksins myndað hina eiginlegu forustusveit flokksins og í skipulagsbreytinum sem liggja fyrir flokkþingi sem boðað hefur verið um miðjan
mars verður staða þessa þríeykis styrkt enn frekar. Dagur ræddi við Hjálmar í gær og spurði um þá ávörðun hans að hætta við að gefa kost á sér til varaformennsku, en snúa sér að ritaraembættinu í staðinn.
"Eitt af því sem ég tel mikilvægast fyrir flokkinn að gera eins og málin standa í dag er að taka verulega á í skipulagsmálum, innri málum, og kynningar- og áróðursmálum. Ég sé ekki annað en það sé mikið mannaval í framboði til
varaformanns og ég tel að kraftar mínir í þágu flokksins muni nýtast best í starfi ritara. Þess vegna býð ég mig fram í það."
- Nú gegnir Ingibjörg Pálmadóttir starfi ritara flokksins og hefur ekki gefið út neitt um að hún sækist ekki eftir því áfram? "Fyrsta manneskjan sem ég hafði samband við til að tilkynna þessa ákvörðun mína var Ingibjörg
Pálmadóttir og hún virðir ákvörðun mína alveg eins og ég mun virða hennar ákvörðun hver sem hún verður."
- Ertu þá beinlínis að fara fram gegn henni - sækist hún eftir starfinu áfram? "Hún hefur ekki gert það upp við sig hvort hún sækist eftir þessu áfram. En milli okkar er gagnkvæm virðing."
- Þýðir þetta framboð þitt til ritara að þú hafir gert eða munir gera bandalag við einhvern sem er á leiðinni í varaformannsslag? "Ég vil svara þessu þannig að ég fer í þetta á eigin forsendum og út frá mínum áhugamálum um
flokksstarfið. Ég treysti mér mjög vel til þess að vinna með nánast öllum þeim sem nefndir hafa verið í flokknum sem kandídatar til varaformanns..."
- Þú segir nánast öllum, sem sé ekki öllum. Í ljósi þess að þið Siv Friðleifsdóttir hafið áður eldað grátt silfur saman, ertu þá að vísa til hennar? "Ég vil ekki vísa til neins einstaklings. Í gegnum langa reynslu mína af félagsstörfum,
þá hef ég yfirleitt borið gæfu til að eiga auðvelt með að vinna með fólki og af þeim nöfnum sem komið hafa fram tel ég að það muni gilda um flesta. En ég get unnið betur með sumum en öðrum, skulum við segja og ég tel það mjög
brýnt að forusta flokksins sé samhent."
- Í ljósi þess að formaður flokksins er og verður að öllum líkindum Halldór Ásgrímsson og þú sækist eftir ritarastarfinu, hlýtur þá ekki að koma upp sú krafa að varaformaðurinn verði kona? "Þessu vil ég svara þannig að
Framsóknarflokkurinn hefur gert báðum kynjum hátt undir höfði, eins og sést á framvarðarsveit hans á þingi og í ríkisstjórn. Við erum að tala hér um faglega ákvörðun sem er hafin upp yfir kjördæmi og kyn að mínu mati. Það sem
við eigum að horfa á er það hverjir geta unnið saman og hvað er það sem menn hafa fram að bjóða í þágu flokksins. Hvað nýtist flokknum best."
- Þú talar um ritarastarfið og þörf á betri kynningu? "Já, innan Framsóknarflokksins er hefð fyrir því að það sé ritari sem sinni þessum innri málefnum og áróðursmálum og fyrir þinginu liggja tillögur um lagabreytingar þar sem
þessu hlutverki er ætlað enn meira vægi en áður. Enda er það þar sem mikilvægast er að taka á í starfi flokksins."
- Þú lítur þá þannig á að innra starf og áróðursmál hafi verið í lamasessi? "Það hefur, vegna annríkis getum við sagt og vegna þess að við höfum byggt á skipulagi sem hefur gengið sér til húðar, ekki verið tekið til þeirrar
endurskoðunar sem löngu tímabært hefur verið að gera. Því hefur grasrótin ekki verið virkjuð sem skyldi, skipulagsmál ekki verið endurskoðuð og sjálfur legg ég ekki síst þunga áherslu á að efla kynningarmál flokksins."
- Þú talar um að þessu hafi ekki verið sinnt, m.a. vegna "annríkis". Ertu þá að tala um annríki Ingibjargar Pálmadóttur ritara flokksins? "Ja, við getum bara sagt annríkis þingmanna flokksins. Það er mjög mikið álag á þeim og þá
ekki síst ritara flokksins, sem hefur haft með höndum erfiðasta ráðuneytið í síðustu tveimur ríkisstjórnum. Eins hafa þingmenn verið mjög uppteknir þannig að þessi mál hafa því ósjálfrátt vegna þessara aðstæðna lent svona til
hliðar. Því er mjög mikilvægt að taka á þeim núna."
- Ber að skilja þetta þannig að ef þú nærð kjöri sem ritari munir þú gæta þess að hafa ekki mjög mikið að gera, og myndir t.d. hafna ráðherrastól? "Nei, ég stýrði á sínum tíma þúsund manna vinnustað og þegar ég hafði sjálfur lítið
að gera taldi ég að hlutirnir væru í góðu lagi. Með öðrum orðum sé ég þetta þannig að málið gangi út á að virkja fólk til starfa og samvinnu og skipulagið taki mið af því. Það er þannig fyrirkomulag sem ég vil koma á."
- En telurðu ekki að það embætti sem þú er að bjóða þig fram í, ritaraembættið, sé að breyttu breytanda ávísun á ráðherrastól. Ekki síst ef miðað er við breytt skipulag þar sem þríeykið fræga er með enn augljósari hætti forusta
flokksins? "Það tel ég vera alveg sjálfstæða ákvörðun. Minn áhugi á þessu er til kominn vegna innri starfa flokksins. Ráðherrastólar eru svo sjálfstæð ákvörðun einhvern tíma í framtíðinni."
- Telurðu að það verði í náinni framtíð? Það hefur verið talað um uppstokkun á kjörtímabilinu? "Ja ég veit það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur sex ráðherra núna en ég vil ekki "kommentera" á framtíðina, því ég veit ekkert um
hana!"
Samkvæmt flokksskipulagi Framsóknarflokksins hafa formaður, varaformaður og ritari flokksins myndað hina eiginlegu forustusveit flokksins og í skipulagsbreytinum sem liggja fyrir flokkþingi sem boðað hefur verið um miðjan
mars verður staða þessa þríeykis styrkt enn frekar. Dagur ræddi við Hjálmar í gær og spurði um þá ávörðun hans að hætta við að gefa kost á sér til varaformennsku, en snúa sér að ritaraembættinu í staðinn.
"Eitt af því sem ég tel mikilvægast fyrir flokkinn að gera eins og málin standa í dag er að taka verulega á í skipulagsmálum, innri málum, og kynningar- og áróðursmálum. Ég sé ekki annað en það sé mikið mannaval í framboði til
varaformanns og ég tel að kraftar mínir í þágu flokksins muni nýtast best í starfi ritara. Þess vegna býð ég mig fram í það."
- Nú gegnir Ingibjörg Pálmadóttir starfi ritara flokksins og hefur ekki gefið út neitt um að hún sækist ekki eftir því áfram? "Fyrsta manneskjan sem ég hafði samband við til að tilkynna þessa ákvörðun mína var Ingibjörg
Pálmadóttir og hún virðir ákvörðun mína alveg eins og ég mun virða hennar ákvörðun hver sem hún verður."
- Ertu þá beinlínis að fara fram gegn henni - sækist hún eftir starfinu áfram? "Hún hefur ekki gert það upp við sig hvort hún sækist eftir þessu áfram. En milli okkar er gagnkvæm virðing."
- Þýðir þetta framboð þitt til ritara að þú hafir gert eða munir gera bandalag við einhvern sem er á leiðinni í varaformannsslag? "Ég vil svara þessu þannig að ég fer í þetta á eigin forsendum og út frá mínum áhugamálum um
flokksstarfið. Ég treysti mér mjög vel til þess að vinna með nánast öllum þeim sem nefndir hafa verið í flokknum sem kandídatar til varaformanns..."
- Þú segir nánast öllum, sem sé ekki öllum. Í ljósi þess að þið Siv Friðleifsdóttir hafið áður eldað grátt silfur saman, ertu þá að vísa til hennar? "Ég vil ekki vísa til neins einstaklings. Í gegnum langa reynslu mína af félagsstörfum,
þá hef ég yfirleitt borið gæfu til að eiga auðvelt með að vinna með fólki og af þeim nöfnum sem komið hafa fram tel ég að það muni gilda um flesta. En ég get unnið betur með sumum en öðrum, skulum við segja og ég tel það mjög
brýnt að forusta flokksins sé samhent."
- Í ljósi þess að formaður flokksins er og verður að öllum líkindum Halldór Ásgrímsson og þú sækist eftir ritarastarfinu, hlýtur þá ekki að koma upp sú krafa að varaformaðurinn verði kona? "Þessu vil ég svara þannig að
Framsóknarflokkurinn hefur gert báðum kynjum hátt undir höfði, eins og sést á framvarðarsveit hans á þingi og í ríkisstjórn. Við erum að tala hér um faglega ákvörðun sem er hafin upp yfir kjördæmi og kyn að mínu mati. Það sem
við eigum að horfa á er það hverjir geta unnið saman og hvað er það sem menn hafa fram að bjóða í þágu flokksins. Hvað nýtist flokknum best."
- Þú talar um ritarastarfið og þörf á betri kynningu? "Já, innan Framsóknarflokksins er hefð fyrir því að það sé ritari sem sinni þessum innri málefnum og áróðursmálum og fyrir þinginu liggja tillögur um lagabreytingar þar sem
þessu hlutverki er ætlað enn meira vægi en áður. Enda er það þar sem mikilvægast er að taka á í starfi flokksins."
- Þú lítur þá þannig á að innra starf og áróðursmál hafi verið í lamasessi? "Það hefur, vegna annríkis getum við sagt og vegna þess að við höfum byggt á skipulagi sem hefur gengið sér til húðar, ekki verið tekið til þeirrar
endurskoðunar sem löngu tímabært hefur verið að gera. Því hefur grasrótin ekki verið virkjuð sem skyldi, skipulagsmál ekki verið endurskoðuð og sjálfur legg ég ekki síst þunga áherslu á að efla kynningarmál flokksins."
- Þú talar um að þessu hafi ekki verið sinnt, m.a. vegna "annríkis". Ertu þá að tala um annríki Ingibjargar Pálmadóttur ritara flokksins? "Ja, við getum bara sagt annríkis þingmanna flokksins. Það er mjög mikið álag á þeim og þá
ekki síst ritara flokksins, sem hefur haft með höndum erfiðasta ráðuneytið í síðustu tveimur ríkisstjórnum. Eins hafa þingmenn verið mjög uppteknir þannig að þessi mál hafa því ósjálfrátt vegna þessara aðstæðna lent svona til
hliðar. Því er mjög mikilvægt að taka á þeim núna."
- Ber að skilja þetta þannig að ef þú nærð kjöri sem ritari munir þú gæta þess að hafa ekki mjög mikið að gera, og myndir t.d. hafna ráðherrastól? "Nei, ég stýrði á sínum tíma þúsund manna vinnustað og þegar ég hafði sjálfur lítið
að gera taldi ég að hlutirnir væru í góðu lagi. Með öðrum orðum sé ég þetta þannig að málið gangi út á að virkja fólk til starfa og samvinnu og skipulagið taki mið af því. Það er þannig fyrirkomulag sem ég vil koma á."
- En telurðu ekki að það embætti sem þú er að bjóða þig fram í, ritaraembættið, sé að breyttu breytanda ávísun á ráðherrastól. Ekki síst ef miðað er við breytt skipulag þar sem þríeykið fræga er með enn augljósari hætti forusta
flokksins? "Það tel ég vera alveg sjálfstæða ákvörðun. Minn áhugi á þessu er til kominn vegna innri starfa flokksins. Ráðherrastólar eru svo sjálfstæð ákvörðun einhvern tíma í framtíðinni."
- Telurðu að það verði í náinni framtíð? Það hefur verið talað um uppstokkun á kjörtímabilinu? "Ja ég veit það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur sex ráðherra núna en ég vil ekki "kommentera" á framtíðina, því ég veit ekkert um
hana!"