Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 13. maí 1999 kl. 11:04

HJÁLMAR ÁRNASON ÞINGMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKS:

Frábær stuðningur af Suðurnesjum réði úrslitum Hjálmar Árnason, annar maður á lista Framsóknarflokks í Reykjanesumdæmi, lenti í mestum ævintýrum kosninganæturinnar. Hann var ýmist inni eða úti og virtist staða hans vonlaus fram eftir nóttu en tap þingmanns Framsóknar í Vesturlandskjördæmi skilaði honum aftur á þing. „Já, þetta var viðburðarrík nótt hjá mér og mínum. Þegar fyrstu tölur voru birtar virtist allt pottþétt og mikið fagnað á kosningaskrifstofu okkar Framsóknarmanna í Keflavík. Síðan seig ég hægt og rólega, varð fyrst jöfnunarþingmaður og datt svo alveg út. Kl. 03:30 var ég farinn að telja þetta vonlaust mál, börnin fóru í rúmið, en ég og Valgerður fórum í Pollýönnuleik, gætum farið að sinna fjölskyldunni betur og vinunum. Þegar við vorum síðan að gera okkur til í rúmið, orðin nokkuð sátt við okkar hlutskipti, hringdi í mig ágætur maður og sagði þingsætið góðan möguleika ennþá. Klukkustund síðar var ég orðinn þingmaður á ný. Það hafa þá líklegast margir stuðningsmenn þínir farið fúlir að sofa? Blessaður góði, margir fréttu þetta ekki fyrr en seint daginn eftir. Systir mín fór t.d varlega í að tala um hvað tæki nú við hjá mér í kaffi heima hjá foreldrum okkar kl. 16 á sunnudaginn. Hvað réði úrslitum? Formlega séð fór ég inn í kjölfar þess framsóknarmaður datt út fyrir vestan en í mínum huga var það frábær stuðningur af Suðurnesjum sem réði úrslitum. Við erum aðeins lítill hluti af kjördæminu, í höfðatölu talið, og mér gekk ekki eins vel á innsvæðinu en ég er Suðurnesjamönnum afar þakklátur. Breyting á kjördæmaskipan gerir þessa kosningu þá mikilvægustu í langan tíma því næst verðum við stærsti byggðarkjarninn í nýju landsbyggðarumdæmi en hingað til höfum við hvorki verið fugl né fiskur í þeim efnunum. Framsóknarmenn töpuðu mestu fylgi í kosningunum, hver er orsök þess? Góðan árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu má skrifa á báða flokka og Framsóknarmenn haldið utan um margt varðandi atvinnumál. Af einhverjum ástæðum naut Framsókn ekki góðs af velgengninni eins og Sjálfstæðismenn sem náðu afar góðum árangri. Hvað finnst þér um 66 þúsunda launahækkun alþingismanna? Ég hafði ekki minnstu hugmynd um að þetta væri á döfinni frekar en aðrir þingmenn. Þetta er afstaða kjaradóms. Ég veit það aftur á móti að brúttólaun skólameistara voru hærri en þingmanna en kostnaður þingmannsstarfs margfalt meiri og vinnutíminn er sólahringinn um kring. Þá eru margir embættismenn ríkisins með hærri laun en starfsmenn löggjafans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024