Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 16. mars 2004 kl. 09:17

Hippar Íslands streyma til Eyja

Dagana 26. og 27. mars n.k. verður þriðja Hippahátíðin haldin í Vestmannaeyjum,  Þessi hátíð hefur verið fjölsótt bæði af Eyjahippum og ferðahippum frá fastalandinu. Skrautlegur hippafatnaðurinn og tónlist þessa tíma hefur mikið aðdráttarafl og er mikið í boði fyrir gesti hátíðarinnar, fyrst má nefna einstakt tilboð á pakkaferðum til Eyja, pakkinn er frá 7.200 til 11.900, pr.mann,  innifalið er ferðir, gisting, og Hippahátíð í Höllinni (matur, skemmtun ball).
Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg, á föstudeginum 26. mars þá verður opnuð myndlistasýning hippans, einnig verður þar sölusýning á nytjalist frá hippatímanum, fatnaður og skartgripir. þá um kvöldið sýnir leikfélag Vestmannaeyja söngleikin Stone free.  En hápunktur hátíðarinnar hefst í Höllinni á laugardagskvöldið 27. mars, með mat, síðan er þjóðlagakvöld hippans og svo byrjar hippadansleikur þar sem Hippabandið flytur tónlist friðar, ástar og blóma. Vert er að benda á heimasíðu Hippahátíðarinnar  sem er http://hippinn.eyjar.is þetta er skemmtileg síða með ýmsum fróðleik um hippatímann og einnig allar upplýsingar um Hippahátíð 3.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024