Hinn napri sannleikur
Bókun fulltrúa Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar síðastliðinn þriðjudag hljóta að vekja áleitnar spurningar bæjarbúa um hver hin raunverulega staða bæjarins er nú þegar enn eitt árið þarf að hækka þjónustugjöld bæjarins.
Bókuninn er í senn sanngjörn krafa um heimilinum verði hlíft sökum erfiðs árferðis, en um leið ábending til bæjarbúa um að því miður eftir tólf ára valdasetu meirihlutans sé ekki borð fyrir báru af hálfu bæjaryfirvada til að koma til móts við heimili bæjarbúa á erfiðum tímum.
Á undaförnum árum hefur meirihlutinn haldið fram sterkri fjárhagsstöðu bæjarins.Selt eignir, breytt rekstarformum og boðað bæjarbúum að allar þær aðgerðir sem í hefur verið ráðist kæmu til góða síðar. Þetta „síðar“ virðist því miður láta á sér standa.
Þeir sem fylgst hafa með og sett sig inn í fjármál bæjarins bæði sjá og vita að framundan eru erfiðir tímar. Tímar sem fyrst og fremst hljóta að snúast um að bjarga því sem bjargað verður, eftir þá vona og væntingastefnu sem hér hefur verið rekinn undanfarin 12.ár .
Meirihluta sjálfstæðismanna er staðan ljós. Til þess að geta rekið bæinn og greitt af þeim skuldum sem þeir hafa til stofnað verður ekki hjá því komist að hækka öll þau álög á bæjarbúa sem unnt er. Þrátt fyrir svigrúm það sem lækkaðar húsaleiguskuldir fram til ársins 2015 veita.
Það er hinn napri sannleikur sem stendur að baki þjónustugjaldahækkun meirihluta sjálfstæðismanna.
Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson