Hinn fjórbreiði vegur og innanlandsflugið
Stærstur hluti Íslendinga vilja hafa innanlandsflugið í Vatnsmýrinni, eða 60%.
Nú er það svo að Reykvíkingar deila mjög um þetta mál, það skapar óvissu. Fari svo að flugvöllurinn verði að víkja er lang líklegast og nánast einsýnt að innanlandsflugið fer til Keflavíkur. Hólmsheiði og Löngusker kosta einfaldlega alltof mikið. Hitt er svo ljóst að hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina.
Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri. Framsóknarflokkurinn hefur farið með og leitt þá sóknarstefnu sem nú ríkir í kringum flugvöllinn, eins og ég rakti í síðasta blaði Víkurfrétta. Með þeirri miklu aukningu ferðamanna sem blasir við, er líklegt að það henti betur fjarlægum byggðasvæðum ef ferðamenn geti gengið beint yfir í innanlandsflugið og flogið til Vestmannaeyja, Akureyrar, Ísafjarðar, Hornafjarðar og Egilsstaða frá Keflavík. Öll óvissa skaðar og það er ljóst að umræðan um Reykjavíkurflugvöll veldur óvissu. Því verða Reykvíkingar og stjórnvöld að eyða þessari óvissu sem fyrst.
Verði flugvöllurinn að víkja, styrkir fjórbreið Reykjanesbraut Keflavík sem miðstöð alls flugs á Íslandi. F-in fjögur eru stærstu tækifæri Suðurnesjamanna.
Guðni Ágústsson
Nú er það svo að Reykvíkingar deila mjög um þetta mál, það skapar óvissu. Fari svo að flugvöllurinn verði að víkja er lang líklegast og nánast einsýnt að innanlandsflugið fer til Keflavíkur. Hólmsheiði og Löngusker kosta einfaldlega alltof mikið. Hitt er svo ljóst að hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina.
Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri. Framsóknarflokkurinn hefur farið með og leitt þá sóknarstefnu sem nú ríkir í kringum flugvöllinn, eins og ég rakti í síðasta blaði Víkurfrétta. Með þeirri miklu aukningu ferðamanna sem blasir við, er líklegt að það henti betur fjarlægum byggðasvæðum ef ferðamenn geti gengið beint yfir í innanlandsflugið og flogið til Vestmannaeyja, Akureyrar, Ísafjarðar, Hornafjarðar og Egilsstaða frá Keflavík. Öll óvissa skaðar og það er ljóst að umræðan um Reykjavíkurflugvöll veldur óvissu. Því verða Reykvíkingar og stjórnvöld að eyða þessari óvissu sem fyrst.
Verði flugvöllurinn að víkja, styrkir fjórbreið Reykjanesbraut Keflavík sem miðstöð alls flugs á Íslandi. F-in fjögur eru stærstu tækifæri Suðurnesjamanna.
Guðni Ágústsson