Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Hin guðdómlega sköpunargleði
Miðvikudagur 20. júní 2012 kl. 09:08

Hin guðdómlega sköpunargleði




Á Suðurnesjum býr frjótt og skapandi fólk og þaðan koma listamenn í fremstu röð. Í öllum sveitarfélögum á svæðinu fara fram alls konar listviðburðir sem byggja á krafti og ósérhlífni áhugafólks sem er drifið áfram af hugsjón og gleði. Alls konar merkilegir hlutir eru að gerast í leiklist, myndlist og tónlist og við sem á Suðurnesjum búum verðum að vera dugleg að taka þátt og njóta þess sem boðið er upp á.

Gott dæmi um sköpunargleði Suðurnesjamanna er nýleg geislaplata sem mér barst í hendur fyrir nokkrum dögum. Hún heitir Fagnaðarerindið og er með Hinum guðdómlegu Neanderdalsmönnum sem er hljómsveit skipuð nokkrum skemmtilegum köppum. Hljómsveitarmeðlimir hafa mismunandi bakgrunn og reynslu úr tónlistaheiminum en finna samnefnarann á þessari plötu í frjórri og skemmtilegri tónlist. Eftir sitja tíu ný og skemmtileg lög sem krydda tilveruna. Platan er lífleg og passar vel í íslenska sumarstemningu. Ég get ekki annað en hvatt fólk til að ná sér í eintak af þessum gæðagrip og mæta á tónleika hjá Hinum guðdómlegu Neanderdalsmönnum þegar tækifæri gefst. Við Suðurnesjamenn verðum að styðja okkar listafólk þegar það sýnir frumkvæði og guðdómlega sköpunargleði.

Ólafur Þór Ólafsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024