Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Heyrnarþjónusta sem veitir Suðurnesjamönnum þjónustu í Reykjarnesbæ
Þriðjudagur 8. febrúar 2011 kl. 09:18

Heyrnarþjónusta sem veitir Suðurnesjamönnum þjónustu í Reykjarnesbæ

Heyrnarþjónustan Heyrn hefur frá því í ágúst 2007 komið reglulega og heyrnarmælt, veitt ráðgjöf um heyrn, úthlutað heyrnartækjum og verið með þjónustu tengda heyrnartækjum fyrir Suðurnesjamenn.

Þetta hefur reynst vel og móttökurnar verið góðar. Áframhald mun verða á komum Heyrnar í Reykjanesbæ.

Merki um heyrnarskerðingu:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

* Hváirðu oft?
* Finnst öðrum að þú stillir útvarpið eða sjónvarpið of hátt?
* Finnst þér hljóð lágvær og að aðrir muldri þegar þeir tala við þig?
* Hefurðu són í eyrunum?
* Heyrirðu illa þegar þú talar í símann?
* Áttu erfitt með að taka þátt í samtali þar sem er hávaði eða margmenni?
* Er hávaði á vinnustaðnum þínum?
* Áttu auðveldara með að skilja karlmannsrödd en konurödd?
* Veldur það þér vandræðum að missa úr því sem sagt er þegar þú hittir ókunnuga?
* Ferðu sjaldan á mannamót vegna þess að þú átt erfitt með að ná því sem um er talað?
* Veldur það þér depurð að þú heyrir ekki vel?


Ef svarið er já við einhverri af þessum spurningum er að vísbending um að þú ættir að láta heyrnamæla þig. Einnig getur þú fengið að prófa heyrnartæki í nokkra daga.

Margir hafa notað þjónustu okkar enda finnst fólki gott að fá þjónustu í heimabyggð. Við hvetjum þá sem eru með heyrnartæki frá okkur að panta tíma til að láta stilla tækin sín ef ástæða er til en sú þjónusta kostar ekkert. Nánari upplýsingar eru í síma 534-9600 eða á www.heyrn.is