Herstöðvaandstæðingar í kveðjuför til Keflavíkur
Sunnudaginn 1. október kl. 12 halda herstöðvaandstæðingar til Suðurnesja í kveðjuför. Farið verður á rútu á slóðir herstöðvarinnar í fylgd með fólki sem vel þekkir sögu hersetunnar og komið aftur til Reykjavíkur á sjötta tímanum. Ýmsar óvæntar uppákomur. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig með því að senda póst á netfangið [email protected]
Suðurnesjafólk sem vill spara sér ferð í Reykjavík getur bæst í hópinn við Grænáshliðið, um kl. 13. Það er gaman að segja frá því að tónlistarmaðurinn Hörður Torfason mun taka lagið fyrir ferðalanga í Friðarhúsi við Snorrabraut í Reykjavík að ferðinni lokinni, en búast má við að það verði á sjötta tímanum.
Nánari upplýsingar má finna á Friðarvefnum www.fridur.is
Mynd: Frá lokaathöfn á Keflavíkurflugvelli síðdegis, þegar bandaríski herinn kvaddi og fór.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson