Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

HERSKJÓLIÐ - Frístundatilboð fyrir skólakrakka á Hjálpræðishernum
Sunnudagur 16. ágúst 2009 kl. 16:02

HERSKJÓLIÐ - Frístundatilboð fyrir skólakrakka á Hjálpræðishernum

Í haust verður sú nýjung í boði fyrir skólabörn í Reykjanesbæ að sækja frístundaaðstöðu á Hjálpræðishernum á Ásbrú milli kl. 13 og 17 alla skóladaga. Herskjólið býður  upp á félagsskap, umhyggju, aðstoð við heimanám, leikherbergi, útiveru, drekkutíma, söng- og leikstundir.

Tekið verður á móti allt að 25 börnum í einu. Einungis er hægt að skrá börn í Skjólið með viku fyrirvara, þ.e. skráning hefst á mánudegi fyrir næstu viku á eftir. Dagsgjald er 500 kr. en hægt verður að kaupa 10 daga kort fyrir 4000 kr.

Tilboðið er byggt á sjálfboðaliðastarfi, en uppeldisfræðimenntaður starfsmaður er í forsvari .

Herskjólið  verður með kynningarfund mánudaginn 24. ágúst kl. 18:00 en þjónustan opnar þriðjudaginn 25. ágúst kl. 13:00. Skráning hefst mánudaginn 17. ágúst fyrir vikuna 25.-28. ágúst.

Herskjólið er í göngufjarlægð við Háaleitisskóla og einnig er hægt að komast þangað með strætó. Einnig er í boði að láta sækja börn í skólana í  Njarðvík og Keflavik fyrir 200 krónur skiptið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Ekki láta þér leiðast heima! Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ vantar fleiri sjálfboðaliða


Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ auglýsir nú eftir fleiri sjálfboðaliðum í eftirfarandi verkefni:

„Herskjólið“
Barngott fólk sem vill gefa nokkrar stundir á viku í að sýna umhyggju, aðstoða börn við heimalærdóm eða við matargerð á Herskjólinu sem verður opið milli kl. 13 og 17 virka daga.

„Hertex“

Það er þörf á fleiri sjálfboðaliðum sem vilja gefa einn eða fleiri  eftirmiðdaga í viku við að afgreiða á fatamarkaðnum og flokka föt.


„Redesign“

Óskað er eftir skapandi einstaklingum sem kunna að nota saumavélar og hafa áhuga á að nota einn laugardagseftirmiðdag í mánuði  og  hjálpa unglingum við að endurhanna/breyta notuðum fatnaði.

Hjálpræðisherinn býður sjálfboðaliðum upp á góðan félagskap, gefandi og skemmtileg  verkefni.  Einnig gefst sjálfboðaliðum færi á að fá  meðmælabréf fyrir vel unnin störf.

 (Ath. Sýna þarf  fram á hreint sakavottorð til að geta unnið með börnum og unglingum)

Nánari upplýsingar fást hjá Ester í síma 694 3146.