Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Heimsókn vinabekkjar frá Danmörku
Miðvikudagur 1. október 2003 kl. 09:59

Heimsókn vinabekkjar frá Danmörku

Lengi hefur tíðkast að íslenskir grunnskólar fari í gagnkvæmar heimsóknir í grunnskóla á hinum Norðurlöndunum, jafnan að undanförnum bréfaskiptum um lengri eða skemmri tíma. Gagnsemi þessara ferða má rökstyðja með ýmsum rökum, nemendur æfast í dönsku, þeir sjá notagildi þess að læra hana og víðsýni þeirra og skilningur á högum fólks eykst. Vikuna 22-28. september tók 10. bekkur LV í Gerðaskóla á móti 9. bekk BN í Lem St. skole í Danmörku. Undirbúningur ferðarinnar hafði staðið yfir í nokkurn tíma og væntanlega munu gestgjafarnir heimsækja vinabekkinn danska eftir samræmdu prófin í vor. Í vetur fá nemendur svo góð æfingu í dönsku við að skrifa bréf.

Forsenda slíkra samskipta er að foreldrasamstarf í bekknum sé gott. Foreldrar eru lykilaðilar í að vel takist til. Dönsku gestirnir gista á heimilum nemenda og leitast var við að hafa dagskrána þannig að allir hefðu sem mest gagn af. Í gær, þann 25.9., fóru allir nemendurnir á Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Á kvöldin hefur það verið sundlaugin, félagsmiðstöðin og diskótek auk þess fengu gestirnir að ferðast um nágrennið, fannst mikið til koma að sjá svartar hraunbreiður, hveri og blátt lón. Auðvitað fengu þeir einnig að kíkja aðeins á hvali og fara á hestbak. Ekki gleymdist dönskukennslan, einn daginn voru þeir alveg í skólanum svo danskan hljómaði um alla ganga og í ýmsum tímum. Á laugardaginn, 27.9., verður svo landsleikur í fótbolta, Ísland-Danmörk, grill og samvera en á aðfaranótt sunnudagsins rennur kveðjustundin upp.

Erna M. Sveinbjarnardóttir, skólastjóri

Ljósmynd: Hópurinn samankominn í Almannagjá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024