Heimir krefst að farið verði að lögum um frelsi í orkusölu
Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ mótmæla því að ríkisreksturinn virðist nú reyna að bola burt einkaframtaki í orkusölu um leið og í lögum er sagt að þar skuli ríkja frjáls samkeppni.
Miðað við þau orð sem höfð eru eftir iðnaðarráðherra virðist ákveðið í bakherbergjum hverjum eigi næst að selja orku til stóriðju og veita framkvæmdaleyfi, á sama tíma og sömu aðilar segjast hafa komið á frelsi í orkusölu.
Sem kunnugt er hefur Hitaveita Suðurnesja hafið samstarf við fyrirtækið Norðurál um undirbúning stigskiptrar uppbyggingar álvers í Helguvík. HS er sjálfstætt fyrirtæki í orkuöflun og sölu. Stigskiptingin þýðir að skrefin sem tekin verða eru minni en sést í framkvæmdum á Austurlandi og fyrirhuguð eru í Straumsvík. Þau þýða því betri undirbúning að orkuöflun frá jarðgufuvirkjunum, minni mengun og jafnari áhrif á efnahagslífið. Um þetta virðast þeir sem tjá sig frá ríkisstjórninni ekki hugsa. Látið er sem eini orkusöluaðilinn heiti Landsvirkjun og ríkisstjórnin ákveði að baki hennar hverjum skuli næst seld orka.
Farið að lögum, fylgið ákvörðunum ykkar um frelsi í orkusölu, hugið að jafnari efnahagsuppbyggingu og mildari umhverfisáhrifum!
Miðað við þau orð sem höfð eru eftir iðnaðarráðherra virðist ákveðið í bakherbergjum hverjum eigi næst að selja orku til stóriðju og veita framkvæmdaleyfi, á sama tíma og sömu aðilar segjast hafa komið á frelsi í orkusölu.
Sem kunnugt er hefur Hitaveita Suðurnesja hafið samstarf við fyrirtækið Norðurál um undirbúning stigskiptrar uppbyggingar álvers í Helguvík. HS er sjálfstætt fyrirtæki í orkuöflun og sölu. Stigskiptingin þýðir að skrefin sem tekin verða eru minni en sést í framkvæmdum á Austurlandi og fyrirhuguð eru í Straumsvík. Þau þýða því betri undirbúning að orkuöflun frá jarðgufuvirkjunum, minni mengun og jafnari áhrif á efnahagslífið. Um þetta virðast þeir sem tjá sig frá ríkisstjórninni ekki hugsa. Látið er sem eini orkusöluaðilinn heiti Landsvirkjun og ríkisstjórnin ákveði að baki hennar hverjum skuli næst seld orka.
Farið að lögum, fylgið ákvörðunum ykkar um frelsi í orkusölu, hugið að jafnari efnahagsuppbyggingu og mildari umhverfisáhrifum!