Heimili og skóli óskar eftir tilnefningum til foreldraverðlauna
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt 15.maí 2008 í 13. sinn. Að auki verða veitt hvatningarverðlaun til einstaklinga og stofnana ef tilefni þykir til.
Leitað er eftir tilnefningum um einstaklinga, félög, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða skóla á leik,- grunn- og framhaldsskólastigi sem stuðlað hafa að:
- árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara
- jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla
- því að brúa bilið milli foreldra og nemenda
Sérstök dómnefnd sem í sitja fulltrúar frá Skólastjórafélagi Íslands, KHÍ, svæðasamtökum foreldra, fræðsluskrifstofum og fulltrúum frá Heimili og skóla mun velja verkefni til verðlauna sem uppfylla eitt eða fleiri af ofangreindum viðmiðum. Enn fremur er skilyrði að verkefnið:
- hafi skýran tilgang
- hafi fest rætur og sýni fram á varanleika
- að foreldrar komi með einhverjum hætti að verkefninu
Senda skal inn tilnefningar á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á www.heimiliogskoli.is . Síðasti skiladagur tilnefninga er 4. apríl 2008.
Í fyrra hlaut Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi Foreldraverðlaun Heimilis og skóla fyrir samræmingu skóladags og æfingatíma í samvinnu við bæjaryfirvöld, foreldra og grunnskóla Seltjarnarness.
Nánari upplýsingar á heimasíðu
Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is
Sími: 562 7472
Leitað er eftir tilnefningum um einstaklinga, félög, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða skóla á leik,- grunn- og framhaldsskólastigi sem stuðlað hafa að:
- árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara
- jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla
- því að brúa bilið milli foreldra og nemenda
Sérstök dómnefnd sem í sitja fulltrúar frá Skólastjórafélagi Íslands, KHÍ, svæðasamtökum foreldra, fræðsluskrifstofum og fulltrúum frá Heimili og skóla mun velja verkefni til verðlauna sem uppfylla eitt eða fleiri af ofangreindum viðmiðum. Enn fremur er skilyrði að verkefnið:
- hafi skýran tilgang
- hafi fest rætur og sýni fram á varanleika
- að foreldrar komi með einhverjum hætti að verkefninu
Senda skal inn tilnefningar á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á www.heimiliogskoli.is . Síðasti skiladagur tilnefninga er 4. apríl 2008.
Í fyrra hlaut Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi Foreldraverðlaun Heimilis og skóla fyrir samræmingu skóladags og æfingatíma í samvinnu við bæjaryfirvöld, foreldra og grunnskóla Seltjarnarness.
Nánari upplýsingar á heimasíðu
Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is
Sími: 562 7472