Heimild fyrir útsendingar frá bæjastjórnarfundum
Breytingar á bæjarmálasamþykktum Reykjanesbæjar komu til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Á meðal helstu nýmæla í henni er ákvæði um heimild til útsendinga frá bæjarstjónarfundum, t.d. á Netinu og virðast bæjarfulltrúar almennt sammála um ágæti þess.
Þá er gert ráð fyrir að bæjarráð fundi framvegis tvisvar sinnum í mánuði í stað vikulega eins og nú er. Voru skoðanir mjög skiptar um það fyrirkomulag en fulltrúar minnihlutans lýstu áhyggjum sínum vegna þessa.
Seinni umræða um bæjarmálasamþykktina fer fram þann 29. ágúst þegar bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí
Þá er gert ráð fyrir að bæjarráð fundi framvegis tvisvar sinnum í mánuði í stað vikulega eins og nú er. Voru skoðanir mjög skiptar um það fyrirkomulag en fulltrúar minnihlutans lýstu áhyggjum sínum vegna þessa.
Seinni umræða um bæjarmálasamþykktina fer fram þann 29. ágúst þegar bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí