Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fimmtudagur 10. ágúst 2006 kl. 15:53

Heilsusamleg námskeið fyrir alla í Íþróttaakademíunni

Íþróttaakademían mun í vetur bjóða fjölmörg spennandi námskeið fyrir almenning og fyrirtæki sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast heilsu og íþróttum. Námskeiðin eru allt frá einni kvöldstund og uppí níu mánaða langt nám með vinnu.  Um er að ræða mjög spennandi námskeið eins og ,,Söfnun og notkun íslenskra lækningajurta“ (13. ágúst), dansjóga, stafagöngu, fyrirlestur um streitu, námskeið í jóga gegn streitu og grunnnámskeið í nuddi. Þá verða Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti og Oscar Umahro, sem landsmenn þekkja úr sjónvarpsþættinum Heil og Sæl, með 16 vikna námskeið í 10 grunnreglum TM fyrir þá sem vilja létta sig, fá aukna orku, lækka blóðþrýstinginn og kólestrolið og halda niðri sykursýki og vefjagigt.  Ýmis endurmenntunarnámskeið verða í boði fyrir þá sem starfa sem íþróttakennarar, þjálfarar, leikskólakennarar og í heilbrigðisgeiranum svo eitthvað sé nefnt. Sem dæmi má nefna námskeið í nýjum leikjum, sem haldið verður 28.-30. ágúst í samstarfi við UMFÍ fyrir þá sem starfa með börnum í skóla og íþróttum.  Í september hefst einstakt einkaþjálfaranám fyrir þá sem vilja ná sér í alvöru einkaþjálfaramenntun. Námið er níu mánaða langt og hentar vel með vinnu. Kennt verður þrisvar sinnum í viku og eru kennararnir og námsefnið fyrsta flokks. Íþróttaakademían býður fyrirtækjum að skipuleggja og halda utan um heilsuátök þar sem starfsmenn fá mikla fræðslu og aðhald auk fjölbreyttrar afþreyingar sem stuðlar ekki aðeins að bættri heilsu heldur einnig að þéttara starfsmannateymi. Einnig skipuleggur Íþróttaakademían starfsdaga fyrir skóla og fyrirtæki með áherslu á andlega og líkamlega heilsu sem og fyrirlestra og leiki sem stuðla að bættri samvinnu. Nánari upplýsingar um starfsemi íþróttaakademíunnar má finna á www.akademian.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024