Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Heilsueflandi samfélag vellíðan fyrir alla
Föstudagur 21. janúar 2022 kl. 06:26

Heilsueflandi samfélag vellíðan fyrir alla

Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag eins og öll sveitarfélögin á Suðurnesjum, við gætum kallað svæðið Heilsueflandi Suðurnes. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum og vellíðan allra íbúa.

Lýðheilsuráð í Reykjanesbæ lagði fram lýðheilsustefnu árið 2021 og áhersla er lögð á andlega, líkamlega og félagslega heilsu. Aðgerðaáætlun er klár fyrir stefnuna og þema og áhersla árið 2022 verður næring. Í vikunni mun lýðheilsuráð bjóða íbúum Reykjanesbæjar upp á rafræna fræðslu með Geir Gunnari Markússyni, næringarfræðingi, um hollan lífsstíl, mátt matarins og ávinninginn af því að lifa heilsusamlegra lífi. Heilsan er okkar dýrmætasta eignin og hún gleymist oft í amstri dagsins og nútímamanninum. Fjallað verður um leiðir að sykurlitlum lífsstíl, hvort við þurfum fæðubótarefni og hvernig á að versla hollara í matinn. Sannkölluð heilsufræðsla fyrir alla íbúa sem vilja efla heilsulæsi. Fræðslan, eða upptakan, verður opin í nokkra daga og er að finna á heimasíðum Reykjanesbæjar, rnb.is, og Facebook-síðu Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir grunnskólarnir eru heilsueflandi skólar og flestallir leikskólarnir á svæðinu. Mjög margt jákvætt hefur verið að gerast í heilsueflingu í skólunum á síðustu árum en við getum alltaf gert betur og þurfum fleiri til að taka þátt í heilsueflingu allra barna. Í Reykjanesbæ er boðið upp á mjög fjölbreyttar íþróttagreinar fyrir börn og einnig eru tómstundir vinsælar. Suðurnesin eru með heimasíðu þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi en hægt er að skoða úrvalið af íþróttum og tómstundum í öllum sveitarfélögum á slóðinni https://www.fristundir.is/  Frístundavefurinn hefur að geyma upplýsingar um frístundastarf fyrir alla aldurshópa og hægt er að skoða framboð eftir aldri og eftir staðsetningu. Á vefnum má einnig finna hugmyndir af skemmtilegum stöðum fyrir útivist og samveru.

Anna Sigríður Jóhannesdóttir,
BA sálfræði og MBA, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, aðalmaður í lýðheilsuráði.