Heilindi Frambjóðenda B lista VS
Svo virðist sem verið sé að reyna að draga upp vafasama mynd af mér og mínum í fréttamiðlinum Stundin vegna gremju tveggja frambjóðenda sem ekki einu sinni geta skilað inn lögmætu framboði til VS. Vilji fólk búa til samsæriskenningar til að breiða yfir eigin fáfræði og getuleysi þá er því það velkomið en ég er ósáttur við að menn reyni að bera á fjölskyldu mína vafasama ætlan.
Það hefur alltaf verið hvatt til þess innan fjölskyldunnar að ef fólk treysti sér til, þá stofni það fyrirtæki, áhugafélög og eða starfi innan félagssamtaka í þeim tilgangi að bæta kjör fólks og ýta undir jákvæðara sem kærleiksríkara samfélag fyrir okkur öll. Ég er stoltur af þeirri arfleifð sem ég hef og fjölskyldu minni sem og tengslum okkar í samfélaginu. Ég sé að samkvæmt þessu bulli erum við konan skilin sem okkur var ekki kunnugt um fyrr en nú, lengi mætti telja upp aðrar rangfærslur í þessari „greiningu“ sem líklega er álíka vönduð og framboðið sem féll líklega um sjálft sig á sömu vinnubrögðum.
Hver vill annars afhenda heilt stéttarfélag til fólks sem ekki getur einu sinni skilað inn löglegu framboði?
Og svona til að upplýsa aðeins um fortíðina þá var hann afi minn Guðjón B. Baldvinsson fyrsti formaður og einn aðal hvatamaður af stofnun SFR í Reykjavík 17. nóvember árið 1939. Sjálfur var ég í stjórn og samninganefnd Starfsmannafélags Keflavíkur og í verkalýðsnefnd Alþýðuflokks, er líka einn stofnenda Íbúasamtaka gamla bæjarins Keflavík og var virkur innan starfsmannfélags Landssímans ofl samtaka. Hef líka þrisvar verið á framboðslistum mismunandi flokka til að bjóða kjósendum fjölbreyttara val en fjórflokk.
Kristján Gunnarsson formaður VSFK er líka stjúpbróðir minn sem og er Gylfi Arinbjörns formaður ASÍ tengdur inn í fjölskyldu konunnar minnar sem og er ég málkunnugur nokkrum ráðandi aðilum stéttarfélaga.
Eflaust má ata aur á öll tengsl sem samskipti og sverta fortíð sem lýsir frekar einkennilegum hugarheimi þeirra sem slíkt stunda en öðru, því verður hver og einn að ráða hvað hann sýnir af innri manni og hvorn Úlfinn hann fóðrar. Úlf sundrungar og átaka eða Úlf samstöðu og sátta.
Að vera komin af og eða tengjast svo mörgum einstaklingum sem hafa og eru að reyna að byggja upp jákvætt og gott samfélag, er eitthvað sem fyllir mig frekar stolti en skömm.
Ég óska greinahöfundi gæfuríkrar framtíðar en til að tryggja hana sem best, er gott að vanda vinnubrögð svo mark verði tekið á næsta framboði til stjórnar VS og eða annarra starfa. Ég er ábyrgur fyrir mínum skrifum en hvernig þú skilur er þitt lesandi góður, ég er í símaskránni og á samfélagsmiðlum ef fólk hefur spurningar fram að færa því fátt leiðist mér jafn mikið og staðreyndavillur. Er það virkilega svo að það sé til skammar talið að reyna að stofna fyrirtæki til að skapa fólki atvinnu sem og að reyna að bæta kjör fólks, er þetta hið nýja Ísland?
Eru þetta þeir sem þú treystir til að vinna fyrir þig og þú villt afhenda íbúðir og bústaði félagsins sem og aðrar eigur og sjóði sem þið félagsmenn eigið og hafið keypt saman?
Munu þeir vinna fyrir þig eða bara fyrir sig?
Eru það traustvekjandi menn sem ráðast á starfsfólk ykkar hjá VS og ættingja, til að reyna að afla fylgis við sig óháð sannleik? Er markmiðið að flæma starfsmenn ykkar hjá VS burt frá félaginu og hvernig dettur þessum mönnum í hug að bera sig saman við Sólveigu Önnu Jónsdóttir hjá Eflingu sem var kosin út á faglega og traustvekjandi framkomu með breytt bakland stuðningsmanna og skýra framtíðarsýn sem heilsteyptur og heiðarlegur leiðtogi.
Mér skilst að það sé félagsfundur á næstu dögum hjá VS, endilega mætið og segið ykkar hug því félagið er ykkar.
Þorsteinn Valur