Heilbrigðisþjónustan frá vöggu til grafar
Ágætu lesendur!
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári um leið og ég þakka samstarfið á liðnu ári
Í upphafi þessa árs undirbúum við sjálfstæðismenn hér í Suðurkjördæmi prófkjör sem halda á laugardaginn 26. janúar 2013.
Ég er einn af fjölmörgum sem hef tekið ákvörðun um að gefa kost á mér til forystu fyrir sjálfstæðismenn hér í suðurkjördæmi.
Eins og þjóðmálum nú er háttað þá eru verkefnin ærin sem liggja fyrir næsta löggjafaþingi hér á landi. Einn er sá málaflokkur sem ég hef lengi haft skilning og áhuga á en það eru heilbrigðismálin. Heilbrigðismálin eru ein af grunnstoðum samfélagsins, þegar einstaklingar velja sér stað til búsetu á þá eru þættir eins og atvinna, leikskólar, grunn- og framhaldsskólar þeir þættir sem skipta máli þegar slík ákvörðun er tekin.
Heilbrigðisþjónustan þá á ég við frá vöggu til grafar hefur verið svo sjálfsögð í okkar samfélagi að við höfum ekki haft áhyggjur af því hvernig hún gengur fyrir sig hún hefur bara verið þarna. Nú þurfum við svo sannarlega að huga að þeirri þjónustu þar sem niðurskurður hefur verið gríðarlegur og ekki hvað síst í hinum dreifðu byggðum. Hættan sem ég benti á strax um og eftir hrun, um að sparnaður í heilbrigðis kerfinu miðaðist við að spara eins og ég kalla það „til Reykjavíkur“.
Þetta hefur og orðið raunin sparnaður á landsbyggðinni hefur verið slíkur að á engan hátt jafnast á við Reykjavíkursvæðið. Þjónusta hefur minnkað, fæðingadeildir og skurðstofur lokaðar nema yfir blá dagvinnutíma. Af þessum sökum fækkar fæðingum og aðgerðum á landsbyggðinni og hætt er við að verðandi foreldrar fari frekar til Reykjavíkur. Á sama hátt verður minna um aðgerðir sem hingað til hafa verið framkvæmdar á landsbyggðinni. Heilsugæslunni þarf ekki síður að fylgjast með en þar er um að ræða grunnþjónustu sem íbúar verða að eiga greiðan aðgang að í heimabyggð. Með góðri heilsugæslu er unnið að mikilvægu forvarnarstarfi, fræðslu, vaktþjónustu, skólaheilsugæslu, heimahjúkrun, mæðra- og ungbarnavernd, hjúkrunarfræðiþjónustu og sálfræðiþjónustu. Slysa og bráðamóttaka verður að vera starfrækt á sjúkrahúsunum utan Reykjavíkur sem njóta aðstoðar rannsókna og röntgenþjónustu. En það er einmitt þjónusta rannsóknar- og röntgendeildar sem ekki hefur verið veitt nægu fjármagni í til að hægt sé að starfrækja þá þjónustu sem þar er allan sólahringinn.
Vissulega er hætta á að fagfólk færist með þessum sparnaðartilfærslum til Reykjavíkur og þá er enn verr komið fyrir landsbyggðinni. Þetta eru þættir sem ég er vel meðvitaður um og mun halda áfram að vinna að komist ég til þeirra starfa eða áhrifa
Búsetu skilyrði verða að vera sem jöfnust hvað þá þætti varðar sem ég hef nefn hér að ofan.
Ég vona að þessi pistill minn kveiki hjá ykkur von um að það sé hægt að gera betur og vonast ég til að þið sjáið ykkur fært að veita mér brautargengi í prófkjörinu 26.janúar.
Kjartan Ólafsson.