Heilbrigðisstofnanir fjölmenna á Alþingi í dag
Mælt er með að Suðurnesjabúar mæti með kröfuspjöld á þessi „Meðmæli“.
Undirskriftarlistar verða afhentir á Austurvelli kl. 16:00. Sunnlendingar eru með áheyrn hjá ráðherra á þessum tíma og hinar heilbrigðisstofnanirnar ætla að taka þátt með því að mæta og mæla með þjónustunni.
Heilbrigðisstofnanir á landsvísu vilja ekki taka þátt í neikvæðum mótmælum og vilja ekki vera með í tunnumótmælum. Því hafa sunnlendingar haft samband við forsprakka tunnumótmælenda og beðið þá að gefa okkur þennan tíma.
Markmiðið er að þetta verði jákvæð meðmæli með heilbrigðisþjónustunni á landsbyggðinni og ráðherra er hvattur til að standa vörð um hana og sjá til þess að hún verði óbreytt.
(Frá HSS).