Heilbrigð og hamingjusöm börn í öllum stærðum og gerðum!
Í umræðu um offituvandann er spjótum gjarnan beint að foreldrum og áhersla lögð á ábyrgð þeirra á holdafari og lífsvenjum barna sinna. Á sama tíma er mikið rætt um átraskanir í þjóðfélaginu og foreldrar varaðir við því að tala mikið um hollt mataræði og grannan líkamsvöxt. Það er því ekki við öðru að búast en að foreldrar verði óöruggir og tvístígandi yfir misvísandi skilaboðum. Hvernig getum við stuðlað að heilbrigðum lífsvenjum meðal barnanna okkar án þess að fara út í öfgar? Hversu oft á að leyfa börnum að fá sælgæti? Eiga foreldrar að stýra mataræði og hreyfingu barna sinna? Eða getur afskiptasemi þeirra ýtt undir önnur vandamál, s.s. slæma líkamsmynd og átraskanir? Hvernig tökum við á því ef börnin okkar verða fyrir stríðni vegna holdafarsins? Hvernig eflum við jákvæða líkamsmynd barna okkar?
Þetta er meðal þess sem verður fjallað um í fyrirlestri Sigrúnar Daníelsdóttur, sálfræðings á Barna- og unlingageðdeild LSH (BUGL), í Íþróttaakademíunni, þriðjudagskvöldið 15. maí kl. 20:00.
Fyrirlesturinn er í boði Íþróttaakademíunnar og Hitaveitu Suðurnesja.