Heiðabúar fagna 80 ára afmæli í haust
- Aðsend grein frá Heiðabúum
Kæru bæjarbúar. Á þessu ári vilja Heiðabúar gefa af sér til samfélagsins í tilefni þess að skátafélagið er 80 ára núna á árinu. Við viljum stuðla að eflingu fjölskyldunnar þar sem skátastarf er fyrir alla, börn, konur og kalla.
Þann 25. febrúar sl. var fyrsti viðburður af mörgum og var gaman að vera með stórum og litlum skátum og fjölskyldum þeirra en viðburðurinn hefur örugglega farið framhjá einhverjum bæjarbúum sem eflaust hefðu kíkt og gert sér glaðan dag. Gestir á viðburðinum fóru í leiki, grilluðu sykurpúða og fengu sér kakó og kex eins og skáta er siður.
Þetta er ekki búið því næsti viðburður verður í lok mars en þá ætlar Fálkasveitin að gefa af sér og kalla til viðburðar fyrir alla skáta, velunnara félagsins og allra bæjarbúa. Þau munu bjóða upp á skátaleika og við viljum hvetja ykkur kæru íbúar til að koma út að leika með okkur og skapa þannig góðar minningar fyrir fjölskylduna alla.
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir
Sv.foringi Dreka og í stjórn Heiðabúa