Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hátíð við hátíð
Föstudagur 31. ágúst 2012 kl. 11:06

Hátíð við hátíð

Að baki eru frábærir Sandgerðisdagar. Í heila viku glöddumst við Sandgerðingar saman og með gestum okkar. Við fengum að njóta listaviðburða, sýninga, tónlistar og upplestra svo eitthvað sé nefnt. Margir af fremstu skemmtikröftum landsins kíktu til okkar og við fengum líka að sjá þá fjölbreyttu hæfileika sem búa í heimamönnum. Fólk skreytti hús sín og umhverfi, nágrannar sameinuðust í gleðistundum og brottfluttir Sandgerðingar komu í heimsókn í gamla bæinn sinn. Það var svo sannarlega hátíð í Sandgerði.

Það eru ótrúlega margir sem þurfa að leggja hönd á plóg til að hátíð sem Sandgerðisdagar takist vel. Það þarf í raun heilt samfélag. Það þarf undirbúning, skipulag, kraft og áræðni til að fá allt til að ganga upp. Ég vil fyrir hönd bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til að gera Sandgerðisdaga árið 2012 ógleymanlega. Þá vil ég nota tækifærið og óska íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með Ljósanótt sem að venju fer fram viku á eftir Sandgerðisdögum. Vonandi verður ykkar bæjarhátíð ekki síður gleðileg en okkar í Sandgerði.

Ólafur Þór Ólafsson
forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024