Háskólasamfélagið á Keflavíkurflugvelli
Stutt er síðan herinn hvarf af landi brott með allt sitt hafurtask og skildi Suðurnesjamenn og landsmenn alla eftir með sárt ennið. Herinn hefur sett mikið mark á atvinnu- og menningarlíf á Suðurnesjum í meira en hálfa öld og er því skarð fyrir skildi. Störfum á Suðurnesjum hefur fækkað við brottför varnarliðsins, verslun minnkað auk þess sem sá ótti vakir yfir fólki að fasteignir á vellinum fari á almennan markað sem mun hafa varanleg áhrif á íbúðaverð á Stór-Höfuðborgarsvæðinu. Þá er ótalinn sá kostnaður sem lendir á ríkinu vegna reksturs fasteigna á svæðinu og ekki bæta stór tjón þar úr skák.
Líf eftir herinn
Nú virðist hins vegar glitta í lausn mála á Keflavíkurflugvelli. Stórir aðilar á sviði fjárfestinga og stórframkvæmda auk Reykjanesbæjar standa saman að því að koma upp alþjóðlegu háskóla- og þekkingarsamfélagi á Keflavíkurflugvelli. Ásamt Reykjanesbæ, eru þar á meðal bankar, fasteignafélög, fjárfestingarfélög auk orkufélagsins Geysir Green Energy sem hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjanesbæ. Meðal þess sem á að heilla erlenda námsmenn er sérþekking Íslendinga við nýtingu og framleiðslu vistvænnar orku. Jafnframt stendur til að byggja háskólakennsluna upp á annarri sérþekkingu sem er til staðar á Reykjanesi og tengist m.a. alþjóða flugvellinum. Þá er uppi sú hugmynd að gefa almenningi kost á að gerast hluthafar í nýju félagi í kringum þennan alþjóðlega háskóla. Árni Sigfússon, bæjarsjóri Reykjanesbæjar, hefur staðfest að mikil vinna sé í gangi varðandi uppbyggingu háskóla á Keflavíkurflugvelli og hefur Runólfur Ágústsson, fyrrum rektor á Bifröst, verið fenginn til að stýra uppbyggingu háskólasamfélagsins.
Öflugir bakhjarlar leiða vagninn
Þeir aðilar sem standa að uppbygginu þekkingarsamfélagsins á Keflavíkurflugvelli hafa mikinn metnað, hver á sínu sviði, og hafa marg oft sýnt það í verki. Nægir þar að nefna mikla og hraða uppbyggingu Reykjanesbæjar í valdatíð sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu. Jafnframt verður árangur Runólfs Ágústssonar við þróun háskólasamfélags á Bifröst ekki dreginn í efa enda ótrúleg uppbygging átt sér stað á því svæði. Þá standa að baki hygmyndinni gríðarlega fjársterkir aðilar, s.s. bankar og fasteignafélög sem eru þekkt fyrir að klára verkefnin og standa við skuldbindingar sínar.
Það er auðvelt að sjá hversu gríðarleg lyftistöng svona samfélag yrði fyrir Suðurnesin og þekkingarsamfélagið á Íslandi í heild sinni. Sem dæmi um ,,dýnamík” svona samfélags má nefna áhrif Háskólans á Bifröst á atvinnulíf og mannlíf í Borgarfirði en sá sem hér stingur niður penna er einmitt nemandi á Bifröst. Jafnframt má segja að mikil þörf sé fyrir háskóla á Suðurnesjum þar sem menntunarstig á svæðinu er lægra en annars staðar og má sennilega rekja þá skýringu til setu varnarliðsins sem buðu uppá ágæt störf sem kröfðust aftur á móti oft lítillar menntunar.
Tímabært að efla rannsóknir og þróun á Íslandi
Tæknigarðar eru tengiliður á milli háskóla og atvinnulífs og eru slíkir garðar starfræktir víða á Norðurlöndum með frábærum árangri. Ekki hefur farið mikið fyrir slíkum rekstri hér á landi og má segja að metnaðarfull uppbygging tæknigarða sé orðin löngu tímabær á Íslandi. Þá hafa alþjóðlegar matsskýrslur sýnt fram á að Íslendingar megi leggja meira til rannsókna og þróunar til þess að gera hagkerfið enn samkeppnishæfara á meðal þjóðanna.
Það er vel við hæfi að slík uppbygging tæknigarða eigi sér stað á Suðurnesjum en svæðið hefur m.a. verið leiðandi afl á sviði orkumála á Íslandi auk þess sem öll aðstaða er til staðar á Keflavíkurflugvelli og svo verður nálægðin við alþjóða flugvöllinn að teljast gríðarlegur kostur hvað það varðar.
Skrýtnar áminningar framsóknarmanna og afskiptaleysi vinstri flokkanna
Sumir verðandi þingmenn Suðurkjördæmis vilja þó heldur horfa á svörtu hliðarnar fremur en þær björtu varðandi atvinnumál á Suðurnesjum og má þar benda á grein sem birtist á vef Víkurfrétta 14. febrúar sl. eftir Helgu Sigrúnu Harðardóttur sem skipar 3. sæti á lista framsóknarmanna fyrir komandi alþingiskosningar. Þar veitir hún Suðurnesjamönnum áminningu og segir skort vera á atvinnutækifærum á svæðinu. Helga Sigrún bendir á að atvinnuleysi sé að aukast á Suðurnesjum á meðan það dragist saman á landsvísu. Þá kallar þingmannsefnið eftir fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur en það sem felst í virkjanaframkvæmdum og kerskálabyggingum í Helguvík. Að endingu bendir Helga Sigrún á að koma álvers leysi ekki það atvinnueysi sem Suðurnesjamenn standa frammi fyrir nú því langan tíma tekur að ýta því verkefni úr vör. Þetta er allt saman hárrétt hjá Helgu Sigrúnu en sá ljóður er þó á ráði hennar að þingmannsefnið kemur ekki fram með neinar lausnir á vandamálinu. Tilkynning um að þessir stóru aðilar vilji stuðla að uppbyggingu þekkingarsamfélags, fyrir á annað þúsund manns, á Keflavíkurflugvelli kom fram fyrir birtingu greinar Helgu Sigrúnar en samt sá hún ekki ástæðu til að minnast einu orði á þessar fyrirætlanir í grein sinni. Væri þingmannsefninu ekki nær að kynna sér málefnið og veita þessum aðilum nauðsynlegan pólitískan stuðning svo málið nái fram að ganga, fremur en að eyða tíma sínum í að gefa Suðurnesjamönnum áminningu fyrir slælega frammistöðu? Hver er annars afstaða framsóknarmanna til uppbyggingar þekkingarsamfélags á Keflavíkurflugvelli?
Þá hefur ekkert heyrst frá þingmönnum vinstri flokkanna og virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera eina pólitíska aflið sem lætur sig brottför varnarliðsins einhverju varða og snúa vörn í sókn með því að blása til uppbyggingar metnaðarfulls þekkingarsamfélags á Keflavíkurflugvelli.
Áfram Keflavíkurflugvöllur - áfram þekkingarsamfélagið
Reykjanesbær og aðrir öflugir aðilar virðast vera á góðri leið með að breyta einu stærsta vandamáli Suðurnesjamanna í eitt stærsta tækifæri svæðisins síðustu áratugina. Það er þó ljóst að til þess að málið nái fram að ganga þarf til stuðning annarra stjórnmálamanna, s.s. mennta- og fjármálaráðherra en framsýni þeirra síðustu árin gefur tilefni til að þau styðji þetta göfuga verkefni heilshugar og veiti því allan þann stuðning sem það þarf svo kennsla og uppbygging geti hafist á Keflavíkurflugvelli sem allra fyrst.
Það er því rík ástæða fyrir stjórnvöld að breðgast hratt við og leggja sitt af mörkum við að koma á fót gildandi og metnaðarfullu þekkingarsamfélagi á Keflavíkurflugvelli sem Íslendingar geta verið stoltir af á alþjóðlegum vettvangi.
Arnar Már Frímannsson
Höfundur er formaður Miðgarðs, félags sjálfstæðismanna á Bifröst
Líf eftir herinn
Nú virðist hins vegar glitta í lausn mála á Keflavíkurflugvelli. Stórir aðilar á sviði fjárfestinga og stórframkvæmda auk Reykjanesbæjar standa saman að því að koma upp alþjóðlegu háskóla- og þekkingarsamfélagi á Keflavíkurflugvelli. Ásamt Reykjanesbæ, eru þar á meðal bankar, fasteignafélög, fjárfestingarfélög auk orkufélagsins Geysir Green Energy sem hefur höfuðstöðvar sínar í Reykjanesbæ. Meðal þess sem á að heilla erlenda námsmenn er sérþekking Íslendinga við nýtingu og framleiðslu vistvænnar orku. Jafnframt stendur til að byggja háskólakennsluna upp á annarri sérþekkingu sem er til staðar á Reykjanesi og tengist m.a. alþjóða flugvellinum. Þá er uppi sú hugmynd að gefa almenningi kost á að gerast hluthafar í nýju félagi í kringum þennan alþjóðlega háskóla. Árni Sigfússon, bæjarsjóri Reykjanesbæjar, hefur staðfest að mikil vinna sé í gangi varðandi uppbyggingu háskóla á Keflavíkurflugvelli og hefur Runólfur Ágústsson, fyrrum rektor á Bifröst, verið fenginn til að stýra uppbyggingu háskólasamfélagsins.
Öflugir bakhjarlar leiða vagninn
Þeir aðilar sem standa að uppbygginu þekkingarsamfélagsins á Keflavíkurflugvelli hafa mikinn metnað, hver á sínu sviði, og hafa marg oft sýnt það í verki. Nægir þar að nefna mikla og hraða uppbyggingu Reykjanesbæjar í valdatíð sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu. Jafnframt verður árangur Runólfs Ágústssonar við þróun háskólasamfélags á Bifröst ekki dreginn í efa enda ótrúleg uppbygging átt sér stað á því svæði. Þá standa að baki hygmyndinni gríðarlega fjársterkir aðilar, s.s. bankar og fasteignafélög sem eru þekkt fyrir að klára verkefnin og standa við skuldbindingar sínar.
Það er auðvelt að sjá hversu gríðarleg lyftistöng svona samfélag yrði fyrir Suðurnesin og þekkingarsamfélagið á Íslandi í heild sinni. Sem dæmi um ,,dýnamík” svona samfélags má nefna áhrif Háskólans á Bifröst á atvinnulíf og mannlíf í Borgarfirði en sá sem hér stingur niður penna er einmitt nemandi á Bifröst. Jafnframt má segja að mikil þörf sé fyrir háskóla á Suðurnesjum þar sem menntunarstig á svæðinu er lægra en annars staðar og má sennilega rekja þá skýringu til setu varnarliðsins sem buðu uppá ágæt störf sem kröfðust aftur á móti oft lítillar menntunar.
Tímabært að efla rannsóknir og þróun á Íslandi
Tæknigarðar eru tengiliður á milli háskóla og atvinnulífs og eru slíkir garðar starfræktir víða á Norðurlöndum með frábærum árangri. Ekki hefur farið mikið fyrir slíkum rekstri hér á landi og má segja að metnaðarfull uppbygging tæknigarða sé orðin löngu tímabær á Íslandi. Þá hafa alþjóðlegar matsskýrslur sýnt fram á að Íslendingar megi leggja meira til rannsókna og þróunar til þess að gera hagkerfið enn samkeppnishæfara á meðal þjóðanna.
Það er vel við hæfi að slík uppbygging tæknigarða eigi sér stað á Suðurnesjum en svæðið hefur m.a. verið leiðandi afl á sviði orkumála á Íslandi auk þess sem öll aðstaða er til staðar á Keflavíkurflugvelli og svo verður nálægðin við alþjóða flugvöllinn að teljast gríðarlegur kostur hvað það varðar.
Skrýtnar áminningar framsóknarmanna og afskiptaleysi vinstri flokkanna
Sumir verðandi þingmenn Suðurkjördæmis vilja þó heldur horfa á svörtu hliðarnar fremur en þær björtu varðandi atvinnumál á Suðurnesjum og má þar benda á grein sem birtist á vef Víkurfrétta 14. febrúar sl. eftir Helgu Sigrúnu Harðardóttur sem skipar 3. sæti á lista framsóknarmanna fyrir komandi alþingiskosningar. Þar veitir hún Suðurnesjamönnum áminningu og segir skort vera á atvinnutækifærum á svæðinu. Helga Sigrún bendir á að atvinnuleysi sé að aukast á Suðurnesjum á meðan það dragist saman á landsvísu. Þá kallar þingmannsefnið eftir fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir konur en það sem felst í virkjanaframkvæmdum og kerskálabyggingum í Helguvík. Að endingu bendir Helga Sigrún á að koma álvers leysi ekki það atvinnueysi sem Suðurnesjamenn standa frammi fyrir nú því langan tíma tekur að ýta því verkefni úr vör. Þetta er allt saman hárrétt hjá Helgu Sigrúnu en sá ljóður er þó á ráði hennar að þingmannsefnið kemur ekki fram með neinar lausnir á vandamálinu. Tilkynning um að þessir stóru aðilar vilji stuðla að uppbyggingu þekkingarsamfélags, fyrir á annað þúsund manns, á Keflavíkurflugvelli kom fram fyrir birtingu greinar Helgu Sigrúnar en samt sá hún ekki ástæðu til að minnast einu orði á þessar fyrirætlanir í grein sinni. Væri þingmannsefninu ekki nær að kynna sér málefnið og veita þessum aðilum nauðsynlegan pólitískan stuðning svo málið nái fram að ganga, fremur en að eyða tíma sínum í að gefa Suðurnesjamönnum áminningu fyrir slælega frammistöðu? Hver er annars afstaða framsóknarmanna til uppbyggingar þekkingarsamfélags á Keflavíkurflugvelli?
Þá hefur ekkert heyrst frá þingmönnum vinstri flokkanna og virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera eina pólitíska aflið sem lætur sig brottför varnarliðsins einhverju varða og snúa vörn í sókn með því að blása til uppbyggingar metnaðarfulls þekkingarsamfélags á Keflavíkurflugvelli.
Áfram Keflavíkurflugvöllur - áfram þekkingarsamfélagið
Reykjanesbær og aðrir öflugir aðilar virðast vera á góðri leið með að breyta einu stærsta vandamáli Suðurnesjamanna í eitt stærsta tækifæri svæðisins síðustu áratugina. Það er þó ljóst að til þess að málið nái fram að ganga þarf til stuðning annarra stjórnmálamanna, s.s. mennta- og fjármálaráðherra en framsýni þeirra síðustu árin gefur tilefni til að þau styðji þetta göfuga verkefni heilshugar og veiti því allan þann stuðning sem það þarf svo kennsla og uppbygging geti hafist á Keflavíkurflugvelli sem allra fyrst.
Það er því rík ástæða fyrir stjórnvöld að breðgast hratt við og leggja sitt af mörkum við að koma á fót gildandi og metnaðarfullu þekkingarsamfélagi á Keflavíkurflugvelli sem Íslendingar geta verið stoltir af á alþjóðlegum vettvangi.
Arnar Már Frímannsson
Höfundur er formaður Miðgarðs, félags sjálfstæðismanna á Bifröst