Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Hamingjan er hér
Föstudagur 18. maí 2018 kl. 10:53

Hamingjan er hér

E-listinn í Vogum við Vatnsleysuströnd, sem býður nú fram í fjórða sinn, var stofnaður árið 2006 af tveimur fyrri framboðsfélögum í sveitarfélaginu. 
 
E-listinn er óflokkspólitískt afl en fólk þess og raddir koma úr mörgum áttum. Allt frá stofnun hefur E-listinn einbeitt sér að því að byggja upp heilsu- og fjölskyduvænt samfélag í Sveitarfélaginu Vogum. 
 
Árið 2006 þegar E-listinn komst fyrst í meirihluta í bæjarstjórn gerði framboðið gjaldfrjálsar skólamáltíðir að forgangsmáli. Hugmyndafræðin að baki þeirri breytingu var að jafna kjör barna og unglinga í Stóru-Vogaskóla og skapa svigrúm til handa foreldrum fyrir tómstundir og íþróttir barna og unglinga, en á þessum tíma voru engir frístundastyrkir á boðstólnum í sveitarfélaginu. Frá árinu 2006 hefur E-listinn staðið vörð um gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar og hefur oft þurft að berjast fyrir tilverurétti þeirra. Ekki hafa öll framboðin í sveitarfélaginu staðið einhuga að baki hugmyndinni og sum þeirra barist hart gegn henni. Það skýtur því svolítið skökku við að nú birtast fulltrúar annarra framboða á samfélagsmiðlum og lofa öllu fögru varðandi skólamáltíðirnar, sama fólk og hefur barist gegn þeim m.a. á yfirstandandi kjörtímabili. Afar jákvætt er að sjá að menn skipta um skoðun og aðhyllast vænlegri kosti, og það korteri fyrir kosningar. 
 
E-listinn vill halda áfram á sömu braut. Nú er loks svigrúm til að koma til móts við fleiri hópa í samfélaginu t.d. með niðurgreiðslu á leikskólagjöldum og heilsustyrk til handa eldri borgurum.  Þessi stefnumál undirstrika fjölskyldu- og lýðheilsustefnu E-listans. 
 
Við áttum okkur á því að við erum ekki á endastöð og mörg krefjandi verkefni eru framundan. E-listinn hefur sýnt það í verki að honum er treystandi fyrir því að leiða slíka vinnu og er tilbúinn að axla ábyrgðina. 
 
Sá árangur sem náðst hefur á yfirstandandi kjörtímabili er mjög góður og endurspeglast í fjögurra ára hallalausum rekstri. Þessi árangur hefði ekki náðst nema með aðhaldi og vinnusemi alls starfsfólks sveitarfélagsins og ber að þakka fyrir það. Nú skiptir máli að viðhalda þeim stöðugleika sem náðst hefur og stækka tekjugrundvöll sveitarfélagsins með uppbyggingu á Miðbæjar- og Grænuborgarsvæði. 
 
Birgir Örn Ólafsson
Bæjarfulltrúi og skipar 
4. sæti á E-listans í Vogum
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024