Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

HALLÓ ÍS­LAND
Fimmtudagur 3. ágúst 2006 kl. 11:18

HALLÓ ÍS­LAND

Nú fer í hönd ein mesta ferða­helgi árs­ins og einnig sú helgi sem for­eldr­ar margra ung­menna kvíða fyr­ir. For­eldr­um eru í fersku minni frétt­ir síð­ustu ára um ung­linga­drykkju, slys og at­vik sem mörg hver eru óbæt­an­leg. Á mörg­um heim­il­um fara nú fram samn­inga­við­ræð­ur um hvort og hverj­ir fá leyfi til fara og þá hvert. Und­ir samn­inga­við­ræð­un­um óma við­vör­un­ar­orð til for­eldra um að gæta barna sinna vel þessa helgi.

 

Mik­il­vægt er að for­eldr­ar tali sam­an, hafi í  huga lands­lög og muni eft­ir 18 ára ábyrgð sinni á börn­um sín­um. Áfeng­is­lög­gjöf­in er líka eitt­hvað sem gott væri að ræða og sú sam­eig­in­lega ábyrgð sem all­ir full­orðn­ir þegn­ar þessa lands hafa á börn­um.  Öll þurf­um við að axla ábyrgð og vera með­vit­uð um það sem að okk­ur snýr. Á ég þar ekki ein­ung­is við for­eldra held­ur líka skemmt­ana­hald­ara, þá sem stunda versl­un með áfengi og ekki síst sveit­ar­stjórn­ir og sýslu­menn um allt land. 

 

Ýmis for­varn­ar­sam­tök, um­ferð­ar­stofa og lög­regl­an kepp­ast við að senda for­eldr­um og öðr­um skila­boð fyr­ir þessa helgi um það sem helst þarf að var­ast og ekki skal gera lít­ið úr þeim sem vilja styrkja for­eldra í upp­eld­is­hlut­verki sínu.  Fjöl­miðl­ar maka krók­inn á öllu aug­lýs­inga­flóð­inu og eft­irá spyrja menn sig hvort áróð­ur­inn hafi skil­að ein­hverj­um mæl­an­leg­um ár­angri.  Sveit­ar­fé­lög setja fram for­varn­ar­stefnu og rík­is­stjórn­in og ráðu­neyti hvetja til heild­rænn­ar for­varn­ar­stefnu. Allt snýst þetta um að vekja fólk til um­hugs­un­ar um það sem bet­ur má fara og breyta við­horf­um okk­ar til hátt­ern­is eða þess sem við líð­um eða líð­um ekki í sam­fé­lagi okk­ar sem sé sam­fé­lags­legr­ar ábyrgð­ar. Það er svo ann­að mál hvern­ig fram­kvæmd­in er. Eru ung­ling­arn­ir okk­ar sett­ir of­urölvi eða í vímu í gáma og látn­ir sofa úr sér án eft­ir­mála eða eru þeir send­ir heim og þar til bær barna­vernd­ar­yf­ir­völd lát­in vita? Lát­um við okk­ur varða um ná­ung­ann og ann­arra manna börn eða sér bara hver um sig og sína?

 

Marg­ir að­il­ar eru í við­bragð­stöðu fyr­ir helg­ina bæði heima og heim­an og öll þurf­um við að vera á verði. Líka þeir sem heima sitja í ná­grenni yf­ir­gef­inna heim­ila. Sýn­um ábyrgð og ver­um til stað­ar fyr­ir börn, ung­linga og hvert ann­að þessa helgi. Góða skemmt­un!

 

Helga Mar­grét Guð­munds­dótt­ir

Verk­efn­is­stjóri hjá Heim­ili og skóla-                                                                            

lands­sam­tök­um for­eldra

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024