Hagsmunir aldraðra á Suðurnesjum
Það hefur skipt miklu fyrir Suðurnesin í gegnum árin að sveitarfélögin hér hafa staðið saman að uppbyggingu og rekstri þjónustustofnana fyrir íbúana. Flestar þessar stofnanir eru staðsettar í Reykjanesbæ og nægir þar að nefna Sorpeyðingarstöðina, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Heilbrigðiseftirlitið, Brunavarnir Suðurnesja, Sjúkrahúsið, Hlévang og skrifsstofu SSS. Raunsæið verður að vera með í för þegar þessi mál eru rædd og auðvitað er eðlilegt að flestar stofnanir séu staðsettar í Reykjanesbæ og að þeir hagnist mest á samstarfinu, Reykjanesbær er jú stærsta sveitarfélagið á Suðurnesjum.
Ein sameiginlega rekin stofnun er í Garðinum, Garðvangur, og hefur verið rekin í samstarfi sveitarfélaganna í tæp 30 ár og gengið mjög vel. Eins og lesendur Víkurfrétta hafa orðið varir við hafa nú orðið kaflaskipti í afstöðu Reykjanesbæjar til samstarfsverkefna sveitarfélaganna. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur sótt um að byggja hjúkrunarheimili, sem staðsett yrði í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að ekki var kannaður vilji til þess hvort hægt yrði að vinna þetta verkefni á sameiginlegum grunni, þessi mál eru þó sameiginlega rekin í dag. Bygging nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ án tengsla við D.S. (Garðvang) hlýtur að hafa áhrif á rekstur heimilisins í Garði. Það er því í alla staði eðlilegt að við Garðmenn höfum áhyggjur af því hvað verði um Garðvang, eigi þessi þróun sér stað. Bæjarstjórn Garðs hefur rætt þessi mál og fulltrúar bæjaryfirvalda hafa meðal annars átt fund með heilbrigðisráðherra. Undirritaður var á þeim fundi og var okkur tjáð af ráðherra að með umsókn Reykjanesbæjar yrði staða og uppbygging öldrunarmála á Suðurnesjum skoðuð í heild sinni.
Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar, skrifar á vef Víkurfrétta og gefur það í skyn að Garðmenn ætli sér að koma í veg fyrir byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ. Þessu vil ég hér með vísa á bug því Garðmenn hafa margoft tekið fram að það sé mjög svo eðlilegt að hjúkrunarheimili verði byggt í Reykjanesbæ og var þeirri skoðun komið á framfæri við ráðherra á fundi okkar. Við höfum lagt áherslu á að framtíðin og uppbygging öldrunarheimila yrði skoðuð í heild sinni fyrir Suðurnesin og helst væri þetta gert á sameiginlegum vettvangi eins og staðið hefur verið að annarri þjónustuuppbyggingu á svæðinu. Undir þessi sjónarmið tók heilbrigðisráðherra, og er það á þeim forsendum að við Garðmenn viljum fá fulltrúa í nýskipuðum viðræðuhóp vegna uppbyggingar öldrunarmála.
Fyrir liggur álit stjórnar og framkvæmdarstjóra D.S. að mjög brýnt sé að ráðast í endurbætur við Garðvang. Heimilið er þannig í dag að herbergin eru yfirleitt lítil og herbergin jafnvel tveggja eða þriggja manna. Nútíma kröfur kalla á aukið rými og að um einstaklingsherbergi sé að ræða. Stærð heimilisins í dag er rekstarlega óhagkvæm og er því ekki réttlætanlegt að fækka vistmönnum og þannig auka kostnað á vistmann. Til að ná fram aukinni hagkvæmni þarf heimilið að stækka eða rekstrarform þess að breytast.
Í máli sem þessu þarf enginn ágreiningur að vera heldur væri eðlilegt að menn ræddu málin á samstarfsvettvangi. Hér á Suðurnesjum hafa verið og eru öflug sveitarfélög, sem vinna af krafti að uppbyggingu í sínu sveitarfélagi en hafa svo náð góðum árangri í að byggja upp sameiginlega þjónustu öllum íbúum svæðisins til góða. Hvað er að því að halda áfram á þeirri braut?
Einar Jón Pálsson
Bæjarfulltrúi í Garði
Ein sameiginlega rekin stofnun er í Garðinum, Garðvangur, og hefur verið rekin í samstarfi sveitarfélaganna í tæp 30 ár og gengið mjög vel. Eins og lesendur Víkurfrétta hafa orðið varir við hafa nú orðið kaflaskipti í afstöðu Reykjanesbæjar til samstarfsverkefna sveitarfélaganna. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur sótt um að byggja hjúkrunarheimili, sem staðsett yrði í Reykjanesbæ. Þess ber að geta að ekki var kannaður vilji til þess hvort hægt yrði að vinna þetta verkefni á sameiginlegum grunni, þessi mál eru þó sameiginlega rekin í dag. Bygging nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ án tengsla við D.S. (Garðvang) hlýtur að hafa áhrif á rekstur heimilisins í Garði. Það er því í alla staði eðlilegt að við Garðmenn höfum áhyggjur af því hvað verði um Garðvang, eigi þessi þróun sér stað. Bæjarstjórn Garðs hefur rætt þessi mál og fulltrúar bæjaryfirvalda hafa meðal annars átt fund með heilbrigðisráðherra. Undirritaður var á þeim fundi og var okkur tjáð af ráðherra að með umsókn Reykjanesbæjar yrði staða og uppbygging öldrunarmála á Suðurnesjum skoðuð í heild sinni.
Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar, skrifar á vef Víkurfrétta og gefur það í skyn að Garðmenn ætli sér að koma í veg fyrir byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ. Þessu vil ég hér með vísa á bug því Garðmenn hafa margoft tekið fram að það sé mjög svo eðlilegt að hjúkrunarheimili verði byggt í Reykjanesbæ og var þeirri skoðun komið á framfæri við ráðherra á fundi okkar. Við höfum lagt áherslu á að framtíðin og uppbygging öldrunarheimila yrði skoðuð í heild sinni fyrir Suðurnesin og helst væri þetta gert á sameiginlegum vettvangi eins og staðið hefur verið að annarri þjónustuuppbyggingu á svæðinu. Undir þessi sjónarmið tók heilbrigðisráðherra, og er það á þeim forsendum að við Garðmenn viljum fá fulltrúa í nýskipuðum viðræðuhóp vegna uppbyggingar öldrunarmála.
Fyrir liggur álit stjórnar og framkvæmdarstjóra D.S. að mjög brýnt sé að ráðast í endurbætur við Garðvang. Heimilið er þannig í dag að herbergin eru yfirleitt lítil og herbergin jafnvel tveggja eða þriggja manna. Nútíma kröfur kalla á aukið rými og að um einstaklingsherbergi sé að ræða. Stærð heimilisins í dag er rekstarlega óhagkvæm og er því ekki réttlætanlegt að fækka vistmönnum og þannig auka kostnað á vistmann. Til að ná fram aukinni hagkvæmni þarf heimilið að stækka eða rekstrarform þess að breytast.
Í máli sem þessu þarf enginn ágreiningur að vera heldur væri eðlilegt að menn ræddu málin á samstarfsvettvangi. Hér á Suðurnesjum hafa verið og eru öflug sveitarfélög, sem vinna af krafti að uppbyggingu í sínu sveitarfélagi en hafa svo náð góðum árangri í að byggja upp sameiginlega þjónustu öllum íbúum svæðisins til góða. Hvað er að því að halda áfram á þeirri braut?
Einar Jón Pálsson
Bæjarfulltrúi í Garði