Hafsteinn Engilbertsson vill afsökunarbeiðni frá ESSO
Á vf.is 27.07 sl. svaraði Heimir Sigurðsson framkvæmdastjóri neytendasviðs Olíufélagsins ehf bréfi mínu, sem birtist á vf.is 25. 06 sl. og í Víkurfréttum fimmtudaginn sl. Þar skrifar Heimir: „Í bréfinu er fullyrt að það sé stefna Olíufélagsins að mismuna fólki eftir því hvort það sé að kaupaeldsneyti eða aðrar vörur. Undirritaður vill staðfesta að svo er ekki, á Aðalstöðinni...”
Þetta er undarleg yfirlýsing þegar til þess er tekið, að bréf mitt fjallar um atburðarás, sem átti sér stað á Aðalstöðinni. Þar sem okkur var mismunað um þjónustu. Um það fjallar bréfið. Við fengum bensínið strax, en urðum að bíða eftir rúðupissinu meðan aðrir sem eftir okkur komu voru afgreiddir með bensín og gátu keyrt í burtu. Hvers vegna? Vegna fyrirskipanna ráðamanna ESSO aðsögn afgreiðslumanns. En svo skrifar Heimir: “- ekki er gerður neinn greinamunur á hvað er verið að versla.” Og hann skrifar áfram: „Á Aðalstöðinni í Reykjanesbæ vinnur úrvals fólk undir stjórn Önnu Karlsdóttur, Olíufélagið er stolt af sínu fólki í Keflavík og vísar algjörlega á bug að haft sé í hótunum við starfsfólk.”
Það mætti halda að Heimir hafi ekki lesið bréf mitt, því hann virðist ekki meðtaka kjarna þess sem ég er að skrifa. En það eru orð afgreiðslumannsins, um að það sé haft í hótunum við starfsmenn: “Annars verð ég rekinn.” Það er því sjáanlegt á því sem við mættum þarna á Aðalstöðinni og á skrifum Heimis. Að menn eiga þar á bæ við mikinn innan búðar vanda að stríða, ef afgreiðslumennirnir eru að taka sér vald til að tala og framkvæma það sem þeim hefur ekki verið sagt að gera. Ekki geta þeir þá kallað starfsfólkið úrvals fólk. En hvað fær þá afgreiðslumennina til að segja þetta og framkvæma? Fyrst Heimir segir að þeir hjá ESSO séu tilbúnir til þess að beygja sig
og bugta fyrir öllum viðskiptamönnum, hvað svo sem þeir eru að kaupa. Hvers máttum við þá gjalda? Heimir lýkur svo skrif um sín um með þess um orð um: „Ég vil hvetja Hafstein að endurskoða hug sinn gagnvart Aðalstöðinni og býð honum og hans fjölskyldu í stóran hóp ánægðra viðskiptavina Aðalstöðvarinnar.” Svo mörg og hughreystandi voru hans orð í minn garð.
Ég á því ekkert að vera að segja frá því, að þjónustan hjá ESSO sé ekki að mínu skapi. Að mér sé mismunað, heldur að láta sem ekkert sé, svo að það komi ekki kusk á hvítflibbann. Heldur að koma í stóran hóp ánægðra viðskiptavina og láta jafnvel allt yfir mig ganga. Þetta sýnir kannski, hversu vel Heimir hefur lesið bréf mitt. Því í bréfinu segi ég einmitt, að við höfum verið viðskiptavinir á Aðalstöðinni í mörg ár. Haft þar safnkort og safnað punktum vegna viðskipta. En erum nú hætt vegna þess að okkur var mismunað. Ég held að það sé frekar Heimir og hans menn sem þurfa að skoða hug sinn og kanna, hvort það sé rétt að afgreiðslumenn þeirra taki sér vald til að segja og gera það sem yfirmenn ESSO hafa aldrei fyrirskipað. Því samkvæmt skrifum Heimis liggjum við undir grun að hafa skáldað þetta upp. En mér finnst sjálfum að við hjónin eigum frekar inni afsökunarbeiðni frá ESSO. En að við séum ásökuð um ósannsögli. Og hér set ég punktinn.
Virðingarfyllst
Hafsteinn Engilbertsson
Heiðarhvammi 230
Þetta er undarleg yfirlýsing þegar til þess er tekið, að bréf mitt fjallar um atburðarás, sem átti sér stað á Aðalstöðinni. Þar sem okkur var mismunað um þjónustu. Um það fjallar bréfið. Við fengum bensínið strax, en urðum að bíða eftir rúðupissinu meðan aðrir sem eftir okkur komu voru afgreiddir með bensín og gátu keyrt í burtu. Hvers vegna? Vegna fyrirskipanna ráðamanna ESSO aðsögn afgreiðslumanns. En svo skrifar Heimir: “- ekki er gerður neinn greinamunur á hvað er verið að versla.” Og hann skrifar áfram: „Á Aðalstöðinni í Reykjanesbæ vinnur úrvals fólk undir stjórn Önnu Karlsdóttur, Olíufélagið er stolt af sínu fólki í Keflavík og vísar algjörlega á bug að haft sé í hótunum við starfsfólk.”
Það mætti halda að Heimir hafi ekki lesið bréf mitt, því hann virðist ekki meðtaka kjarna þess sem ég er að skrifa. En það eru orð afgreiðslumannsins, um að það sé haft í hótunum við starfsmenn: “Annars verð ég rekinn.” Það er því sjáanlegt á því sem við mættum þarna á Aðalstöðinni og á skrifum Heimis. Að menn eiga þar á bæ við mikinn innan búðar vanda að stríða, ef afgreiðslumennirnir eru að taka sér vald til að tala og framkvæma það sem þeim hefur ekki verið sagt að gera. Ekki geta þeir þá kallað starfsfólkið úrvals fólk. En hvað fær þá afgreiðslumennina til að segja þetta og framkvæma? Fyrst Heimir segir að þeir hjá ESSO séu tilbúnir til þess að beygja sig
og bugta fyrir öllum viðskiptamönnum, hvað svo sem þeir eru að kaupa. Hvers máttum við þá gjalda? Heimir lýkur svo skrif um sín um með þess um orð um: „Ég vil hvetja Hafstein að endurskoða hug sinn gagnvart Aðalstöðinni og býð honum og hans fjölskyldu í stóran hóp ánægðra viðskiptavina Aðalstöðvarinnar.” Svo mörg og hughreystandi voru hans orð í minn garð.
Ég á því ekkert að vera að segja frá því, að þjónustan hjá ESSO sé ekki að mínu skapi. Að mér sé mismunað, heldur að láta sem ekkert sé, svo að það komi ekki kusk á hvítflibbann. Heldur að koma í stóran hóp ánægðra viðskiptavina og láta jafnvel allt yfir mig ganga. Þetta sýnir kannski, hversu vel Heimir hefur lesið bréf mitt. Því í bréfinu segi ég einmitt, að við höfum verið viðskiptavinir á Aðalstöðinni í mörg ár. Haft þar safnkort og safnað punktum vegna viðskipta. En erum nú hætt vegna þess að okkur var mismunað. Ég held að það sé frekar Heimir og hans menn sem þurfa að skoða hug sinn og kanna, hvort það sé rétt að afgreiðslumenn þeirra taki sér vald til að segja og gera það sem yfirmenn ESSO hafa aldrei fyrirskipað. Því samkvæmt skrifum Heimis liggjum við undir grun að hafa skáldað þetta upp. En mér finnst sjálfum að við hjónin eigum frekar inni afsökunarbeiðni frá ESSO. En að við séum ásökuð um ósannsögli. Og hér set ég punktinn.
Virðingarfyllst
Hafsteinn Engilbertsson
Heiðarhvammi 230