Hafna ber hugmyndum um reykingalög
Frjálshyggjufélagið hvetur stjórnvöld til að hafna öllum hugmyndum um sérstaka löggjöf varðandi reykingar. Slík löggjöf er óþörf þar sem vel skilgreindur eignarréttur leysir allan þann vanda sem reykingar kunna að valda öðrum en þeim sem þær stunda. Eigendur heimila, veitingastaða og annarra bygginga eiga sjálfir að hafa ákvörðunarrétt yfir því hvort reykt sé á eignum þeirra eða ekki. Að sama skapi hafa opinberir aðilar ákvörðunarrétt yfir opinberum byggingum og svæðum.
Aldrei má því gleyma að reykingar veita fólki ánægju en kunna jafnframt að valda því skaða. Sömu sögu er að segja af sykri, majónesi og öðrum neysluvörum sem kunna að valda offitu, hjartavandræðum o.fl. Þetta eru þó engin rök fyrir því að setja frelsi fólks skorður með lögum. Ýmis iðja hefur í för með sér heilsutjón en er engu að síður stunduð af fjölda einstaklinga. Í stað þess að hefta frelsi þessara einstaklinga og annarra væri réttlátara að gera einstaklinga í auknum mæli ábyrga fyrir afleiðingum gjörða sinna, t.d. hvað kostnað varðar.
Í umræðunni að undanförnu hefur það verið sagt að allt að þrír að fjórum vilji reyklaus kaffihús. Niðurstaðan er ekki til merkis um að setja þurfi sérstök lög heldur vísbending um að mikil eftirspurn sé eftir slíkum kaffihúsum og mikil hagnaðarvon fólgin í að opna slík kaffihús. Smekkur meirihlutans er ekki rökstuðningur fyrir frelsiskerðingu minnihlutans.
Hver maður á að hafa athafnafrelsi svo framarlega sem hann skaðar ekki annan með framferði sínu. Reykingar á einkaeign skaða aðeins þann sem reykingarnar stundar. Gerist það hins vegar að annar maður skaðist má fara með slík mál fyrir dómstóla. Frá þessu greinir í tilkynnigu frá Frjálshyggjufélaginu.
Aldrei má því gleyma að reykingar veita fólki ánægju en kunna jafnframt að valda því skaða. Sömu sögu er að segja af sykri, majónesi og öðrum neysluvörum sem kunna að valda offitu, hjartavandræðum o.fl. Þetta eru þó engin rök fyrir því að setja frelsi fólks skorður með lögum. Ýmis iðja hefur í för með sér heilsutjón en er engu að síður stunduð af fjölda einstaklinga. Í stað þess að hefta frelsi þessara einstaklinga og annarra væri réttlátara að gera einstaklinga í auknum mæli ábyrga fyrir afleiðingum gjörða sinna, t.d. hvað kostnað varðar.
Í umræðunni að undanförnu hefur það verið sagt að allt að þrír að fjórum vilji reyklaus kaffihús. Niðurstaðan er ekki til merkis um að setja þurfi sérstök lög heldur vísbending um að mikil eftirspurn sé eftir slíkum kaffihúsum og mikil hagnaðarvon fólgin í að opna slík kaffihús. Smekkur meirihlutans er ekki rökstuðningur fyrir frelsiskerðingu minnihlutans.
Hver maður á að hafa athafnafrelsi svo framarlega sem hann skaðar ekki annan með framferði sínu. Reykingar á einkaeign skaða aðeins þann sem reykingarnar stundar. Gerist það hins vegar að annar maður skaðist má fara með slík mál fyrir dómstóla. Frá þessu greinir í tilkynnigu frá Frjálshyggjufélaginu.