Hættir í bæjarstjórn Sandgerðis
Heiðar Ásgeirsson, framsóknarflokki, hefur óskað eftir lausn frá störfum í bæjarstjórn Sandgerðis vegna brottflutnings. Þetta var kynnt á fundi bæjarráðs nú í vikunni.
Í fundargerð segir að bæjarráð vill fyrir hönd bæjarstjórnar þakka Heiðari fyrir störf á vegum bæjarfélagsins og óskar honum alls velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Haraldur Hinriksson er fyrsti varamaður framsóknarmanna í Sandgerði og mun því taka sæti Heiðars fram til kosninga sem verða næsta vor.
Í fundargerð segir að bæjarráð vill fyrir hönd bæjarstjórnar þakka Heiðari fyrir störf á vegum bæjarfélagsins og óskar honum alls velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Haraldur Hinriksson er fyrsti varamaður framsóknarmanna í Sandgerði og mun því taka sæti Heiðars fram til kosninga sem verða næsta vor.