Hætta vegna olíbirgðarstöðvarinnar í Örfirisey
Í ljósi frétta af stórbrunanum í olíubirgðastöðinni í London hafa vaknað spurningar um olíubirgðarstöðinni í Örfirisey. Þar er aðeins ein akstursleið að birgðarstöðinni sem gerir það ókleyft að slökkva elda ef vindur stendur að aðkomunni að stöðinni. Lengi hefur verið rætt um að flytja birgðarstöðina á hentugri stað og hefur verið skipaður starfshópur til að vinna að því máli.
Í sumar var undirrituð viljayfirlýsing milli Reykjanesbæjar og FL-group um að flytja flugvélaeldsneytið úr Örfirisey í Helguvík þar sem eru til staðar nýlegir niðurgrafnir tankar með leiðslum frá Helguvík uppí Leifsstöð. Með minnkandi umsvifum varnarliðsins minnkar þörf þess á tönkunum og því tilvalið að nýta þá fyrir flugvélaeldsneyti sem nú er keyrt úr Reykjavík eftir Reykjanesbrautinni með tilheyrandi kostnaði, hættu og sliti á vegamannvirkjum.
Bruninn í London minnir okkur á nauðsyn þess að gengið verði í það að flytja flugvélaeldsneytið til Helguvíkur þar sem margar akstursleiðir eru að stöðinni og öryggis gætt í hvívetna.
Viktor B. Kjartansson,
formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ.
Mynd: Fréttavefur BBC
Í sumar var undirrituð viljayfirlýsing milli Reykjanesbæjar og FL-group um að flytja flugvélaeldsneytið úr Örfirisey í Helguvík þar sem eru til staðar nýlegir niðurgrafnir tankar með leiðslum frá Helguvík uppí Leifsstöð. Með minnkandi umsvifum varnarliðsins minnkar þörf þess á tönkunum og því tilvalið að nýta þá fyrir flugvélaeldsneyti sem nú er keyrt úr Reykjavík eftir Reykjanesbrautinni með tilheyrandi kostnaði, hættu og sliti á vegamannvirkjum.
Bruninn í London minnir okkur á nauðsyn þess að gengið verði í það að flytja flugvélaeldsneytið til Helguvíkur þar sem margar akstursleiðir eru að stöðinni og öryggis gætt í hvívetna.
Viktor B. Kjartansson,
formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ.
Mynd: Fréttavefur BBC