Guðsþjónusta á táknmáli í Keflavíkurkirkju
Sérstakur gestur á sunnudaginn í Keflavíkurkirkju er sr. Miyako Þórðarson, prestur heyrnarlausra. Hún mun túlka það sem fram fer í guðsþjónustunni á táknmáli en heyrnarlausum og heyrnarskertum börnum (og fullorðnum auðvitað) er sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar af þessu tilefni. Sr. Erla Guðmundsdóttir stýrir helgihaldinu.