Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 16. júní 2008 kl. 12:58

Guðmundur Vignir Helgason í styrktargöngu

Guðmundur Vignir Helgason frá Grindavík fer í styrktargöngu á hæsta fjall Skotlands,Englands og Wales 21.júní.

Tilgangur ferðarinnar er að safna pening til styrktar Paul O'Gorman rannsóknarstöðinni í Glasgow þar sem fram fara rannsóknir á hvítblæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég hef ákveðið að leggja í styrktargöngu á hæsta fjall Skotlands, Englands og Wales. Markmiðið er að ljúka göngunni á undir 24 klst sem er nokkuð strembið sér í lagi þar sem mikill tími fer í keyrslu á milli þessara þriggja fjalla. Þessi áskorun er kölluð „The Three Peaks Challenge" og getið þið séð frekari upplýsingar um hana á: http://users.tinyonline.co.uk/richieev/tp/ og http://www.thethreepeakschallenge.co.uk/.“

„Auðvitað reyni ég að vera landi mínu og þjóð til sóma og vera fyrstur upp á topp á hverju fjalli fyrir sig. En hvort ég komi til með að flagga íslenska fánanum, öskra "Im a Viking" og minna menn á hvernig við sigruðum "The Cod War" á hverjum toppi verður að koma í ljós.“

Ég ætla ekki að láta það nægja að vera fyrstur á topp hvers fjalls heldur stefni einnig að því að safna meiri styrkjum en ferðafélgar mínir. Með því að kíkja á styrktarsíðuna mína http://www.justgiving.com/gvignir eða http://www.justgiving.com/gvignir?ref=facebook&type=profile getið þið á fljótan, öruggan og auðveldan máta lagt þessu málefni lið.

Ég vona að þið sjáið ástæðu til þess að hjálpa mér að ná takmarki mínu sem er að safna £2.500 fyrir þetta góða málefni.

Ef þið viljið frekari upplýsingar um Paul O'Gorman rannsóknarstöðina og það starf sem þar fer fram þá vinsamlegast hafið samband.

Með fyrirfram þökk og kveðju frá Glasgow
GVignir