Guðbergur sækist eftir 2. sæti í Reykjanesbæ
Guðbergur Reynisson gefur kost á sér í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ í prófkjöri sem fer fram 26.febrúar næstkomandi.
Guðbergur er fæddur 1971, giftur Arnbjörgu Elsu Hannesdóttur leikskólakennara Þau eiga 4 börn, Róbert Andri 20 ára, Elva Sif 18 ára, Sunna Dís 11 ára og Birta María 7 ára.
Guðbergur er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Cargoflutningar ehf. síðan árið 2009.
Guðbergur er ötull baráttumaður í gegnum fjölmenna hagsmunahópa á Facebook eins og Stopp hingað og ekki lengra Þar hefur hann beitt sér af krafti fyrir ýmis baráttumál á Suðurnesjum og fylgt þeim eftir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar, bætta heilbrigðisþjónustu, afhendingaröryggi raforku og uppbyggingu atvinnulífsins.
Guðbergur var formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ 2016 til 2021.
Hann hefur setið í mörgum nefndum og ráðum á vegum flokksins eins og umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd og fleirum.
Guðbergur situr í Miðstjórn flokksins sem ber ábyrgð á innra starfi flokksins og hefur eftirlits- og úrskurðarvald um allar framkvæmdir á hans vegum.
Guðbergur er formaður ÍRB - Íþróttabandalags Reykjanesbæjar og hefur komið víða við í íþrótta- og æskulýðsstarfi á svæðinu í gegnum árin t.d. sem fyrrverandi formaður Hestamannafélagsins Mána, Akstursíþróttafélags Suðurnesja og Akstursíþróttasambands Íslands
Aðaáherslumálin eru fjölskyldan, atvinnu- ,samgöngu- og heilbrigðismál.
Guðbergur Reynisson er maður sem lætur verkin tala.